HELGIN SNÝST UM HÖNN­UN

ÍS­LENSK HÖNN­UN Guð­rún Valdi­mars­dótt­ir vöru­hönn­uð­ur frum­sýn­ir nýtt hús­gagn í Epal. Hún seg­ir HönnunarMa­rs eiga hug sinn all­an um helg­ina og býst við því að fara snemma í hátt­inn í kvöld.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Það er alltaf ákveð­ið spennu­fall þeg­ar marsinn fer í gang og helgin mín mun al­ger­lega snú­ast um HönnunarMa­rs, bæði mína eig­in sýn­ingu og annarra. Ætli ég fari ekki snemma að sofa í kvöld,“seg­ir Guð­rún Valdi­mars­dótt­ir vöru­hönn­uð­ur þeg­ar hún er spurð út í helgar­plön­in.

Guð­rún tek­ur þátt í sam­sýn­ingu þrjá­tíu hönnuða í versl­un­inni Epal, Skeif­unni 6, á HönnunarMa­rs þar sem kynnt­ar verða um sex­tíu nýj­ar vör­ur.

Komm­óða Guð­rún­ar er við­bót við skrif­borð­ið Hyl sem hún sýndi á HönnunarMa­rs í fyrra en hún er smám sam­an að byggja upp heild­stæða vöru­línu und­ir nafn­inu Hyl­ur.

„Ég sótti um styrk hjá Hönn­un­ar­sjóði í sum­ar og fékk hann, til að halda þró­un­ar­vinn­unni áfram og byggja upp hús­gagnalínu. Ég er þeg­ar bú­in að teikna upp nátt­borð sem ég á ein­ung­is eft­ir að fín­pússa áð­ur en þau geta far­ið í fram­leiðslu í haust. Svo lang­ar mig að bæta fjórða hlutn­um við í lín­una, en enn er of snemmt að segja meira um hann,“seg­ir Guð­rún en lín­an er ís­lensk fram­leiðsla, smíð­uð hjá tré­smiðju GKS. „Þeir eru al­ger­ir snill­ing­ar á verk­stæð­inu og skila af­ar vönd­uð­um vinnu­brögð­um.“

TEK­UR ÞÁTT Í

Skrif­borð Guð­rún­ar er þeg­ar kom­ið á mark­að­inn og fæst í Epal en hún hygg­ur einnig á mark­aðs­setn­ingu er­lend­is. Í haust tek­ur hún þátt í hönn­un­ar­sýn­ing­unni 100% Design í London.

„Ég stefni á að fara með skrif­borð­ið, komm­óð­una og nátt­borð­in út. Við er­um þrír ís­lensk­ir hönnuðir sem fara, Þór­unn Hann­es­dótt­ir í Fær­inu og Sig­ríð­ur Hjalt­dal Páls­dótt­ir með Bybibi. Við þrjár höf­um sýnt sam­an áð­ur og mynd­að fé­lag, North Lim­ited, til að halda ut­an um sýn­ing­ar og tengslanet. Það er erf­ið­ara að standa einn í þessu,“seg­ir Guð­rún.

ÚR MÖRGU SPENNANDI AÐ VELJA

Hverju ætl­arðu ekki að missa af um helg­ina? „Ég er mjög spennt fyr­ir sýn­ingu loka­ársnema í vöru­hönn­un við LHÍ, Wood you, og eins lang­ar mig að kíkja á sýn­ing­una DØNSK & GLAZED DIALOG í Hann­es­ar­holti. Mig lang­ar líka að kíkja í Aur­um, en ann­ars er svo ótrú­lega margt spennandi um að vera að það verð­ur nóg að gera um helg­ina. Ég skrifa líka fyr­ir tíma­rit­ið Hús og hí­býli og verð þess vegna líka „í vinn­unni“á sýn­ing­arrölti,“seg­ir Guð­rún.

Nán­ar má for­vitn­ast um hönn­un Guð­rún­ar á vef­síð­un­um gudrun­vald.com og á nort­hlim­ited.com.

MYND/GVA

SPENNANDI SÝN­ING­AR Guð­rún Valdi­mars­dótt­ir frum­sýn­ir nýtt hús­gagn í Epal.

HYL­UR Skrif­borð­ið sem Guð­rún kynnti á HönnunarMa­rs í fyrra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.