MJÓLKURHRI­STINGUR MEÐ LÁRPERU

Sætindalön­gun ger­ir vart við sig hjá flest­um. Þeir sem vilja halda í við sig geta reynt að svala henni með ögn hollari hætti en að sporð­renna súkkulaðis­tykki á núll einni. Hér er upp­skrift að góm­sæt­um súkkulað­i­hrist­ingi með lárperu.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Mjólkurhri­stingur og lárpera eiga við fyrstu skoð­un ekki mik­ið sam­eig­in­legt en henni má þó skipta út fyr­ir ís­inn í hefð­bundn­um mjólk­ur­hrist­ingi. Hún gef­ur drykkn­um fyll­ingu og er það bragð­lít­il að kakóbragð­ið nær yf­ir­hönd­inni. Þá er hún auð­vit­að marg­falt hollari en dí­sæt­ur ís.

Sum­um kann að þykja óhugs­andi að nota lárperu í drykk en það er um að gera að prófa. Það fer mun minna fyr­ir henni en marg­ur held­ur, einkum ef hún er vel þrosk­uð. Með því að blanda henni við kakó og ann­að góð­gæti er líka auð­veld­ara að koma henni of­an í börn­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.