TVEIR HEIMAR KOMA SAM­AN

HÖNNUNARMA­RS Heimar graf­ískr­ar og tex­tíl­hönn­un­ar eru tvinn­að­ir sam­an í verk­efn­inu Dulúð sem þær Bryn­dís Bolla og Elsa Niel­sen vinna.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Þær Bryn­dís Bolla­dótt­ir tex­tíl­hönn­uð­ur og Elsa Niel­sen graf­ísk­ur hönn­uð­ur leiða sam­an hesta sína á HönnunarMa­rs þar sem þær tengja sam­an tvo listheima í verk­efn­inu Dulúð. Bryn­dís hef­ur get­ið sér gott orð með hönn­un sinni „Kúla“sem er hljóð­demp­andi og fal­legt vegg­verk og Elsa er þekkt fyr­ir mál­verk sín sem og vinnslu í sta­f­rænni tækni. „Í Dulúð vinn ég úr verk­um Bryn­dís­ar, Kúl­unni. Hún er mjög fal­legt verk sem hef­ur til­gang og Bryn­dís er bú­in að selja Kúl­una víða er­lend­is. Í verk­efn­inu Dulúð er grunn­formið hring­ur og þar er­um við að leika okk­ur með rým­ið og er Kúl­an unn­in áfram frá veggn­um,“seg­ir Elsa.

Hún seg­ir að mögu­leik­arn­ir séu enda­laus­ir þeg­ar unn­ið er með grunn­form, það sé bara spurn­ing um að gefa ímyndunara­flinu laus­an taum­inn. „Í verk­inu er Kúla út­færð í hljóðskúlp­túr sem og svíf­andi í loft­inu. Þetta er allt ger­legt, bara spurn­ing um hvað rými kall­ar á.“

Verk­efn­ið er byggt upp sem saga sem áhorf­and­inn get­ur sett sig inni í en verk­ið er til sýn­is í glugg­um IÐU í Lækjar­götu 2a á með­an á HönnunarMa­rs stend­ur.

HÖNNUNARMA­RS ER HVATNING

Þær Elsa og Bryn­dís voru sam­an í Lista­há­skól­an­um fyr­ir um fimmtán ár­um en sam­starf þeirra hófst fyr­ir nokkr­um mán­uð­um. „Bryn­dís hafði sam­band við mig vegna verk­efn­is sem hún var að vinna þá. Út frá því sam­starfi ákváð­um við að vera sam­an með eitt­hvað á HönnunarMa­rs, okk­ur lang­aði að flétta sam­an þess­ar tvær hönn­un­ar­grein­ar, tex­tíl­hönn­un og graf­íska hönn­un. Fyr­ir mér er HönnunarMa­rs hvatning til að vinna óhefð­bundn­ar hug­mynd­ir, það er líka gam­an að vera með og sýna það sem mað­ur er að gera.“

Sam­starf­ið fór þannig fram að Elsa vann verk Bryn­dís­ar inn í sinn heim mynd­vinnsl­unn­ar og þannig mynd­uðu þær sam­tal í mynd­heimi. „Það kom í ljós að við hugs­um á svip­uð­um nót­um því ég sendi henni hug­mynd þar sem ég hitti á ákveð­inn hlut sem hún hafði lengi ver­ið að spá í að gera. Svo köst­uð­um við hug­mynd­inni á milli okk­ar þang­að til Dulúð varð til. Það var ofsa­lega gam­an að tvinna þessa heima sam­an en í verk­efn­inu er­um við báð­ar að koma inn í nýj­an heim. Ólíka heima sem eru samt svo ótrú­lega lík­ir, við vor­um alltaf að rek­ast á eitt­hvað sem er líkt og við höfð­um áð­ur séð,“seg­ir Elsa.

Hún seg­ir þær stöll­ur hyggja á frek­ara sam­starf en vill lít­ið gefa upp um hvað það fjall­ar. „Já, við er­um með ákveðna hluti á teikni­borð­inu og við er­um að hugsa stórt,“seg­ir hún og hlær.

GRÍP­UR Í SPAÐANN

Helgin fer að mestu leyti í HönnunarMa­rs hjá Elsu en hún ætl­ar líka að grípa í badm­int­on­spað­ann á ný en spaðann lagði hún á hill­una fyr­ir nokkru eft­ir ára­lang­an lands­liðs­fer­il. „Ég var plöt­uð til að keppa að­eins um helg­ina. Ég er ekki að æfa en ég spila með gamla, góða geng­inu mínu tvisvar í viku. Svo er ég orð­in að upp­fyll­ing­ar­efni í mót þeg­ar vant­ar. Þannig að helgin mín ein­kenn­ist af HönnunarMa­rs og smá badm­int­on.“

DULÚÐ Í verk­efn­inu er Kúla Bryn­dís­ar unn­in áfram af Elsu. Þær leika sér með rým­ið og vinna Kúl­una frá veggn­um.

MYND/VILHELM

LISTAKONUR Sam­starf þeirra Elsu og Bryn­dís­ar hófst fyr­ir nokkr­um mán­uð­um. Þær sýna verk­ið Dulúð í glugg­um Iðu í Lækjar­götu á HönnunarMa­rs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.