DRAUMAR UM SÓL

KARÍBAHAF Þar sem um fjöru­tíu lægð­ir hafa geng­ið yf­ir land­ið í vet­ur er ekki skrít­ið að flest­ir séu farn­ir að láta sig dreyma um sól og sum­aryl.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Eyj­ar Ka­ríbahafs­ins eru draumastað­ur margra um þess­ar mund­ir. Á eyj­un­um er gott veð­ur, hiti og sól, og þar má finna sér ým­is­legt til dund­urs. Hér á eft­ir geta les­end­ur les­ið um nokkr­ar perl­ur svæð­is­ins og hvernig hægt er að eyða tím­an­um þar og þannig stráð salti í eig­in sár. Les­end­ur gætu jafn­vel ákveð­ið eft­ir lest­ur­inn að slá þessu öllu upp í kæru­leysi, keypt sér flug­miða og flú­ið vet­ur­inn á Íslandi. Kúba er land sem á sér eng­in sögu­leg for­dæmi og er land and­stæðna, það er fá­tækt á efna­hags­lega vísu en ríkt á menn­ing­ar­lega svið­inu, að mörgu leyti í nið­ur­níðslu en arki­tekt­úr­inn þar er stór­feng­leg­ur. Í mið­borg höf­uð­borg­ar­inn­ar, Ha­v­ana, er upp­lif­un að ganga með­fram átta kíló­metra langri strand­lengj­unni sem nefn­ist Ma­lecón. Strönd­in hef­ur löng­um ver­ið upp­á­halds­stað­ur elsk­enda af öllu tagi, heim­spek­inga, ljóð­skálda, far­and­söngv­ara, veiðimanna og þeirra sem horfa löng­un­ar­aug­um yf­ir til Flórída. Þeg­ar Jamaíka er nefnd á nafn fylg­ir nafn reggí­stjörn­unn­ar Bobs Marley oft á eft­ir. Marley er af­sprengi langr­ar tón­list­ar­hefð­ar eyj­ar­inn­ar sem teyg­ir ræt­ur sín­ar allt til þjóð­söngva Vest­ur-Afríku.

Því er til­val­ið að heim­sækja safn sem er til­eink­að Bob Marley og er til húsa á Hope Road þar sem hann bjó og tók upp tónlist sína frá ár­inu 1975 til dauða­dags ár­ið 1981. Safn­ið er vin­sæl­asti túristasta­ð­ur borg­ar­inn­ar en því hef­ur ver­ið hald­ið að mestu óbreyttu frá þeim dög­um sem söngv­ar­inn bjó þar. Lands­lag Dóm­in­íska lýð­veld­is­ins er af­skap­lega fjöl­breytt, há fjöll, eyði­leg­ar slétt­ur, gam­aldags arki­tekt­úr í ný­lendustíl og frá­bær­ar strend­ur. Rincón-strönd­in er nán­ast full­kom­in. Þrír kíló­metr­ar af hvít­um, mjúk­um sandi og marg­lit­ur sjór sem gott er að synda og kafa í. Rincón er það stór að yf­ir­leitt er nóg pláss fyr­ir ferða­langa til að flat­maga án þess að vera al­veg of­an í næsta sól­ars­leikjara. Þétt­ur pálma­skóg­ur skýl­ir baki strand­gesta og við strand­lengj­una má finna veit­inga­staði sem bera fram ferskt sjáv­ar­fang og leigja strand­bekki þannig að auð­velt er að eyða þar heilu dög­un­um við leik og í leti.

FRÖNSKU ANTILLAEYJ­AR

St. Mart­in, St. Bart­hé­lemy, Gua­deloup og Mart­in­ique mynda Frönsku Antillaeyj­ar og hafa þær all­ar upp á margt að bjóða. Eyj­arn­ar eru frá­brugðn­ar hver ann­arri en all­ar hafa þær franskk­ar­ab­íska menn­ingu og ein­kenni. Sam­eig­in­legt með þeim öll­um eru ótrú­lega fal­leg­ar strend­ur sem eru þó ólík­ar um leið. Þeir sem vilja gera meira en bara liggja í sól­baði á strönd­inni eru á rétt­um stað því á eyj­un­um eru marg­ar göngu­leið­ir, bæði við strönd og inni í skógi, þar er hægt að fara í sigl­ing­ar, á kaj­aka, segl­bretti, stunda dýf­ing­ar og köf­un. Auk þess er mat­ur­inn þar al­gjört lostæti. Eyja­skeggj­ar kalla heima­land sitt á rétt­mæt­an hátt „Eyju töfranna“og einn þeirra staða sem gera Pú­er­tó Ríkó töfr­andi er El Yunqu­eregn­skóg­ur­inn. Áð­ur en kom­ið er inn í skóg­inn má heim­sækja litla bæi þar sem inn­fædd­ir hafa bú­ið öld­um sam­an. Regn­skóg­ur­inn er heim­ili yf­ir 240 plantna sem marg­ar hverj­ar sjást ekki víða ann­ars stað­ar. Hann er heill heim­ur nátt­úru­legra göngu­leiða, fossa, gríð­ar­legs út­sýn­is og dýra­lífs. Þeir sem til þekkja mæla með því að mynda­vél sé höfð með í för þeg­ar El Yunque er heim­sótt­ur.

JAMAÍKA Það er nán­ast skylda að heim­sækja safn Bobs Marley þeg­ar kom­ið er til Jamaíka.

PÚ­ER­TÓ RÍKÓ El Yunque-regn­skóg­ur­inn er töfr­andi stað­ur.

FRÖNSKU ANTILLAEYJ­AR Í Ka­ríbahafi er margt að sjá und­ir yf­ir­borð­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.