FRÁ­BÆR ÁRANGUR

GENGUR VEL KYNNIR Bi­osk­in Juni­or er ný vöru­lína frá Salcura sem er sér­hönn­uð fyr­ir börn frá þriggja mán­aða aldri með ex­em og mjög þurra húð.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Bi­osk­in Juni­or-vör­urn­ar eru byggð­ar á nátt­úru­leg­um inni­halds­efn­um sem styðja við eig­ið við­gerð­ar­ferli húð­ar­inn­ar. Þær eru kláð­astill­andi, draga úr bólgu og roða og eru nær­andi og græð­andi. Virku inni­halds­efn­in eru ilm­kjarna­ol­í­ur, víta­mín og steinefni. Þær inni­halda hvorki stera, para­ben né SLS.

Vöru­lín­an sam­an­stend­ur af Daily Nouris­hing Spray, sem not­að er tvisvar á dag, og Out­break Rescue Cream, sem not­að er til við­bót­ar þeg­ar húð­in er mjög þurr og illa far­in. Að auki til­heyra Shampoo, Face & Bo­dy Wash og Bath Milk (sem mýk­ir bað­vatn­ið) lín­unni, en mik­il­vægt er að nota vör­ur sem eru mild­ar og án ert­andi efna á húð barna.

Eng­in tak­mörk­un er á notk­un og ekki eru þekkt­ar nein­ar nei­kvæð­ar auka­verk­an­ir.

EXEMIÐ NÁN­AST HORFIÐ

„Son­ur minn sem er fimm ára hef­ur frá nokk­urra mán­aða aldri ver­ið með ex­em og of­næmi og þeg­ar hann var yngri var það mjög slæmt. Hann hef­ur alla tíð þurft reglu­lega á sterakremi að halda á verstu blett­ina. Þá hef­ur hann þurft að taka kláð­astill­andi töfl­ur til að geta sofið á nótt­unni,“seg­ir Eva Ruza, eig­andi blóma­búð­ar­inn­ar Ís­blóms.

Fyr­ir nokkru kynnt­ist hún Salcura-vör­un­um af eig­in raun og reynd­ust þær henni svo vel að hún ákvað að prufa þær á son sinn. „Ég var óhrædd við það, þar sem eng­ir ster­ar, eða önn­ur aukefni eru í þeim. Strax og ég spreyj­aði sprey­inu á hann heyrð­ist frá hon­um: Aaahhh, mamma, þetta er þægi­legt, því kæl­ing­in er góð á kláða. Ég ákvað að prófa þetta á ein­um stað á líkama hans til að sjá hvort ég greindi sjá­an­leg­an mun.

Núna, fjór­um vik­um seinna, er exemið nán­ast horfið á þeim stað þar sem ég hef not­að þetta og er ég því byrj­uð að nota þetta á flesta staði sem hann er með ex­em á,“upp­lýs­ir Eva.

FRÁ­BÆRT AÐ GETA NOT­AÐ NÁTT­ÚRU­LEGA LAUSN

Eva seg­ir því­lík­an mun að finna jafn frá­bæra vöru. „Hún er nátt­úru­leg frá A-Ö og því til­val­in á litla kroppa. Ég var mjög glöð að sjá að þetta virk­aði jafn vel á hann og það gerði á mig. Við höf­um ekki þurft að gefa hon­um eins mik­ið af kláð­astill­andi töfl­um og áð­ur og ég hef ekki not­að sterakrem á hann síð­an við byrj­uð­um að nota þetta. Ég er voða lít­ið að gaspra um vör­ur sem ég nota en mig lang­ar til að segja öll­um heim­in­um frá Salcura-vör­un­um, ég er svo ánægð með þær. Barnalín­an frá Salcura er al­gjör snilld,“seg­ir Eva.

AL­GJÖR SNILLD Eva hef­ur ekki þurft að nota sterakrem á út­brot son­ar síns síð­an hún byrj­aði að nota barnalín­una frá Salcura.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.