GISELE AF PÖLLUNUM?

TÍSKA Sá orð­róm­ur fer nú um tísku­heim­inn að of­ur­fyr­ir­sæt­an Gisele Bündchen ætli að draga sig í hlé frá tískupöll­un­um þar sem hún hef­ur ver­ið áber­andi í hátt í tutt­ugu ár.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Gisele er tekju­hæsta fyr­ir­sæta heims. Hún var upp­götv­uð að­eins 14 ára göm­ul af Elite-fyr­ir­sætu­skrif­stof­unni í São Pau­lo í Bras­il­íu. Ár­ið 1996, þá sex­tán ára, tók hún í fyrsta sinn þátt sem fyr­ir­sæta á tísku­viku í New York. Hún vakti fljót­lega at­hygli tísku­heims­ins, varð vin­sæl með­al hönnuða og var for­síðu­stúlka ým­issa frægra tíma­rita. Tíma­móta­samn­ing­ur henn­ar við und­irfat­ar­is­ann Victoria’s Secret ár­ið 2000 vakti heims­at­hygli.

Sam­band henn­ar og Leon­ar­dos DiCaprio ár­ið 2004 jók enn á frægð henn­ar en í dag er hún gift íþrótta­mann­in­um Tom Bra­dy og eiga þau tvö börn sam­an.

Gisele kom síð­ast fram fyr­ir Chanel á tísku­vik­unni í Pa­rís í sept­em­ber og fyr­ir Colcci í nóv­em­ber. Næsta verk­efni er tísku­sýn­ing Colcci á tísku­vik­unni í São Pau­lo í apríl. Á vef­síðu breska Vogue er því hald­ið fram að sum­ir vilji meina að það verði henn­ar síðasta sýn­ing. Í bili að minnsta kosti.

Á PÖLLUNUM FYR­IR LIVERPOOL ÁR­IÐ 2006 COLCCI ÁR­IÐ 2014 DI­OR ÁR­IÐ 2008

CHANEL ÁR­IÐ 2014

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.