BENECOL FRÁ MS HELD­UR KÓLESTERÓL­INU Í SKEFJUM

MS KYNNIR Benecol-drykk­ur­inn frá MS er nátt­úru­leg­ur mjólk­ur­drykk­ur sem ætl­að­ur er þeim sem vilja lækka kó­lester­ól í blóði. Drykk­ur­inn er sýrð und­an­renna og hent­ar vel í bar­átt­unni gegn kó­lester­óli sem hluti af fjöl­breyttu mataræði.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Áund­an­förn­um ára­tug eða svo hafa kom­ið fjöl­mörg mat­væli á mark­að víða er­lend­is und­ir vöru­heit­inu Benecol. Benecol er skrá­sett vörumerki fyr­ir vör­ur sem inni­halda ákveðna gerð plönt­ust­anó­lesters, en rann­sókn­ir hafa sýnt að hann hef­ur áhrif til lækk­un­ar kó­lester­óls í blóði,“seg­ir Björn S. Gunn­ars­son, vöru­þró­un­ar­stjóri hjá MS. Hann seg­ir mik­il­vægt að halda kó­lester­ól­gild­um inn­an eðli­legra marka því of hátt kó­lester­ól í blóði sé einn helsti þátt­ur kransæða­sjúk­dóma og æski­legt að heild­arkó­lester­ól í blóði sé und­ir 5 mmól/l þar sem allt yf­ir 6 mmól/l telj­ist hátt.

HVAÐ ER KÓ­LESTER­ÓL?

Kó­lester­ól er ein teg­und blóð­fitu og gegn­ir ýms­um mik­il­væg­um hlut­verk­um í lík­am­an­um. Það er fram­leitt í lifr­inni en berst einnig með fæð­unni í líkamann. „En ef kó­lester­ól­magn í blóði eykst um- fram þörf get­ur það vald­ið æða­kölk­un og kransæða­sjúk­dóm­um. Al­gengi of hás kó­lester­óls eykst með aldri en engu að síð­ur get­ur þetta vanda­mál herj­að á fólk á öll­um aldri og í öll­um þyngd­ar­flokk­um og yf­ir­leitt verð­ur fólk engra ein­kenna vart,“út­skýr­ir Björn. Hér á landi hafa rétt tæp­lega 40% karla á aldr­in­um 40-50 ára og kvenna á aldr­in­um 50-60 ára kó­lester­ól­gildi yf­ir 6mmól/l og Björn seg­ir því mik­il­vægt að þeir sem komn­ir séu á full­orð­ins­ár láti fylgj­ast með blóð­fit­unni hjá sér.

HEILNÆMUR DRYKKUR SEM HEF­UR ÁHRIF

„Benecol er nátt­úru­leg­ur mjólk­ur­drykk­ur sem ætl­að­ur er þeim sem vilja lækka kó­lester­ól í blóði. Drykk­ur­inn frá MS er sýrð und­an­renna sem inni­held­ur 5% plönt­ust­anó­lester og hent­ar vel í bar­átt­unni gegn kó­lester­óli sem hluti af fjöl­breyttu mataræði,“seg­ir Björn. Allra nýj­ustu nið­ur­stöð­ur hafi sýnt fram á að mun betri árangur ná­ist sé Benecols neytt með eða strax eft­ir mál­tíð en ef þess sé neytt á fastandi maga. „Því er mælt með að neyta Benecols í kring­um ein­hverj­ar af mál­tíð­um dags­ins, til dæm­is morg­un­verð, há­deg­is­verð eða kvöld­verð.“

VÍSINDARAN­NSÓKNIR STAÐFESTA VIRKNI BENECOLS

Fjöl­marg­ar vísindaran­nsóknir hafa ver­ið gerð­ar á áhrif­um plönt­ust­anó­lesters, hinu virka efni í Benecol, á kó­lester­ól í blóði. „Nið­ur­stöð­ur eru ein­róma á þá leið að neysla á hon­um lækk­ar blóðkó­lester­ól þar sem efn­ið hindr­ar upp­töku á því úr fæðu í þörm­um og kem­ur lækk­un­in yf­ir­leitt fram nokkr­um vik­um eft­ir að neysla hefst og er allt að 15% að með­al­tali þótt engar aðr­ar ráð­staf­an­ir séu gerð­ar. Lækk­un­in er einkum í heild­arkó­lester­óli og hinu svo­kall­aða „vonda kó­lester­óli“(LDL), en engar breyt­ing­ar verða í „góða kólesteról­inu“(HDL),“seg­ir Björn og árétt­ar að rann­sókn­ir hafi einnig sýnt að mik­il­vægt sé að neyta vör­unn­ar reglu­lega til að ár­ang­ur­inn hald­ist og sé neyslu hætt, fari kó­lester­ól­gildi aft­ur í fyrra horf.

MATARÆÐI OG KÓ­LESTER­ÓL

Mataræði er með­al þeirra þátta sem helst hafa áhrif á magn kó­lester­óls í blóði. Með­al þess sem ráðlagt er til að lækka kó­lester­ól er að stilla fitu­neyslu í hóf, velja frek­ar mjúka fitu en harða og neyta græn­met­is, ávaxta og grófs korn­met­is í rík­um mæli. „Benecol-mjólk­ur­drykk­ur er því góð við­bót við hollt mataræði til að halda kó­lester­óli inn­an eðli­legra marka og er drykk­ur­inn seld­ur í kipp­um sem inni­halda sex 65 ml flösk­ur. Ein flaska á dag dug­ar til að ná há­marks­virkni og nú hef­ur þriðja bragð­teg­und­in bæst í vöru­flokk­inn, en fyr­ir eru jarð­ar­berja- og app­el­sínu­bragð. Nýja teg­und­in er með blá­berja­bragði og þyk­ir sér­stak­lega góð og frísk­andi, enda blá­ber með­al vin­sæl­ustu bragð­teg­unda í mjólk­ur­vör­um í dag.“

BJÖRN S. GUNN­ARS­SON

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.