BAUGUR Í SPARIKJÓL

GULLSMÍÐI Gullsmið­ur­inn Júlía Þr­ast­ar­dótt­ir fékk skemmti­lega hug­mynd að trú­lof­un­ar- og gift­ing­ar­hringj­um rétt áð­ur en hún trú­lof­aði sig í fyrra. Hún klæddi hefð­bund­inn gull­baug í svo­kall­að­an sparikjól úr víra­virki og hef­ur síð­an gert nokkr­ar mis­mun­andi út

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

„Maðurinn minn vildi ein­falda hringa en þar sem ég er nú einu sinni gullsmið­ur lang­aði mig í eitt­hvað skraut­legra. Ég lagði höf­uð­ið í bleyti og hug­mynd­in kvikn­aði svo ein­um og hálf­um degi fyr­ir 70 ára brúð­kaup­saf­mæli afa míns og ömmu, þann 1. júlí í fyrra. Þeir voru því nán­ast smíð­að­ir á einni nóttu,“seg­ir Júlía. „Síð­an hef ég gert nokkr­ar út­færsl­ur og eru all­ar inn­blásn­ar af víra­virk­inu, sem flest­ir kann­ast við á ís­lenska þjóð­bún­ingn­um, eins og ann­að skart sem ég geri.“

Hug­mynd­in er að sögn Júlíu sú að trú­lof­un­ar­hring­ur­inn sé ein­fald­ur en að hægt sé að bæta sparikjóln­um við á brúð­kaups­dag­inn eða jafn­vel þrjá­tíu ár­um seinna. „Þá er auð­vit­að hægt að smíða svona hring fyr­ir önn­ur til­felli og al­veg eins hægt að bæta á sig sparikjól fyr­ir árs­há­tíð eða ann­að skemmti­legt til­efni.“Júlía seg­ir í öll­um til­fell­um nauð­syn­legt að sér­smíða sparikjól á hvern ein­stak­an baug enda eru þeir jafn mis­jafn­ir að stærð og gerð og þeir eru margir.

Sjálf gengur Júlía með ein­falda hringinn dags dag­lega en ætl­ar að smíða sparikjól úr hvítagulli með dem­anti þeg­ar nær dreg­ur stóra deg­in­um.

Júlía er einn þrett­án hönnuða í ís­lensku hönn­un­ar­versl­un­inni Jöklu á Lauga­vegi 94. Versl­un­in var opn­uð fyr­ir jól og hef­ur hönn­uð­um þar fjölg­að jafnt og þétt. Þar sel­ur Júlía ým­iss kon­ar skart úr víra­virki en hring­ana er hún með á vinnu­stofu sinni í Grafar­vogi og á Face­book. Fram und­an eru svo flutn­ing­ar til Akur­eyr­ar þar sem hún hyggst opna vinnu­stofu og versl­un.

Í SPARIBÚNIN­GI

TRÚ­LOF­UN Hr­ing­arn­ir eru all­ir inn­blásn­ir af vír­virk­inu sem flest­ir kann­ast við á ís­lenska þjóð­bún­ingn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.