HREINS­UN

Margir finna reglu­lega hjá sér þörf til að hreinsa líkamann. Inner Cle­an­se er fæðu­bót­ar­efni sem er hann­að til að að­stoða líkamann við hreins­un. Hreins­un­in stuðl­ar að auk­inni orku og vellíðan.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA| -

Eit­ur­efni og meng­un sem fylgja nú­tíma­lífs­stíl gera það að verk­um að margir finna hjá sér þörf til að hreinsa líkamann. Sum­ir nær­ing­ar­fræð­ing­ar mæla með ein­staka hreins­un til þess að losa líkamann við skað­leg auka­efni og stuðla þannig að auk­inni orku og vellíðan.

Inner Cle­an­se er fæðu­bót­ar­efni sem er hann­að til að að­stoða líkamann við hreins­un en einnig til að út­vega hon­um þau víta­mín sem hann þarf nauð­syn­lega á að halda til þess að geta sinnt dag­leg­um störf­um.

Töfl­urn­ar inni­halda með­al ann­ars C- og D-víta­mín sem eru öll­um nauð­syn­leg, sér­stak­lega yf­ir vetr­ar­tím­ann. Þær inni­halda líka kop­ar og járn sem hjálp­ar til við að við­halda orku, sink og selen sem vernda frum­urn­ar og B12 sem dreg­ur úr þreytu. Í Inner Cle­an­se-töfl­un­um er líka þykkni (e. extract) úr æti­þistli og greipi en æti­þist­ill­inn er mjög nær­ing­ar­rík­ur og hef­ur góð áhrif á starf­semi lifr­ar­inn­ar og greip­ið er vatns­los­andi sem hjálp­ar til við hreins­un lík­am­ans.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.