TÖFF KJÓLASTELP­A

SVARTUR STÍLL Birta Rán Björg­vins­dótt­ir hef­ur að­al­lega pælt í tísku út frá ljós­mynd­un frek­ar en eig­in fata­skáp. Þeg­ar hún kemst til út­landa að versla jaðr­ar við að hún tapi sér en hún gerði sín bestu kaup í H&M í haust.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Síðasta helgi var anna­söm hjá Birtu Rán Björg­vins­dótt­ur, ljós­mynd­ara og versl­un­ar­stjóra í Mono, en þá var hún á fullu við að mynda tísku­sýn­ing­ar á Reykja­vik Fashi­on Festi­val. Hægt er að fylgj­ast með ljós­mynd­un Birtu Rán­ar á síð­unni henn­ar birt­ar­an.com.

Ertu tísku­með­vit­uð varð­andi eig­in klæða­burð? Ekk­ert alltof, ég við­ur­kenni það al­veg að þeg­ar veðr­ið er svona ógeðs­legt og grátt er mér meira sama um hversu mik­ið „í tísku“ég er, en fyr­ir við­burði reyni ég að hafa mig betur til.

Hvernig klæð­ir þú þig hvers­dags? Ég reyni að klæða mig bara þannig að mér líði vel, er rosa­lega mik­ið í svörtu og gráu. Svo gjör­sam­lega elska ég upp­há­ar bux­ur!

Hvernig klæð­ir þú þig spari? Ég er rosa­lega mik­il kjólastelp­a, svo þeg­ar ég fer eitt­hvað spari er það yf­ir­leitt í kjól eða pilsi og bol eða skyrtu.

Hvernig lýs­ir þú stíln­um þínum? Svart. Mik­ið mik­ið svart. Ég fíla mig best sem ein­hvers kon­ar töffara að mynda á sveitt­um rokk­tón­leik­um. Upp­há­ar bux­ur og sam­fella eða munstr­að­ir svart­hvít­ir kjól­ar eru al­veg ég. Ég er með ágæt­lega grannt mitti og stór­an rass svo ég elska að klæða mig á þann hátt sem læt­ur mér líða kven­lega.

Hv­ar kaup­ir þú föt­in þín? Ég versla mik­ið í út­lönd­um en hérna heima kaupi ég mik­ið second hand. Ég á líka mik­ið af föt­um úr Man­íu þar sem ég vann þar.

Eyð­ir þú miklu í föt? Ég myndi ekki segja það, nei.

Hver er upp­á­halds­flík­in þín? Lík­lega brúni rúskinnsja­kk­inn sem mamma átti, þessi sem ég er mjög oft í.

Uppá­halds­hönn­uð­ur? Ég hef alltaf fíl­að hversu ýkt­ur Al­ex­and­er McQu­een var sem hönn­uð­ur.

Bestu kaup­in? Í augna­blik­inu eru það skór sem ég keypti í H&M í októ­ber í fyrra og hef not­að á hverj­um degi síð­an.

Verstu kaup­in? Verstu kaup­in hljóta að þurfa að vera ein­hver af þess­um skópör­um sem ég hef keypt of stór/lít­il í gegn­um net­ið. Ég er hætt að reyna!

Hverju verð­ur bætt við fata­skáp­inn fyr­ir vor­ið? Allt of mörg­um kjól­um – pott­þétt.

Hver er helsti veik­leiki þinn þeg­ar kem­ur að tísku og út­liti? Ég er rosa­lega hrif­in af þykk­um peys­um og rúllukraga í augna­blik­inu en það gæti svo kannski ver­ið árs­tíða­bund­ið. Og skór. Finnst ég aldrei eiga nóg af skóm.

Hvers kon­ar fylgi­hluti not­arðu? Ég elska alls kyns háls­men og hringa. Ég er samt al­gjör sauð­ur í að vera með hringa þar sem ég legg þá frá mér og þeir hverfa.

Áttu þér tísku­fyr­ir­mynd? ekki mér vit­andi.

Kjóll, pils eða bux­ur? Und­an­far­ið hafa bux­ur ver­ið að koma mjög sterk­ar inn. Kjól­arn­ir taka aft­ur við með hækk­andi sól.

Stutt eða sítt? Hár – sítt. Kjól­ar og pils – smekk­lega stutt.

Há­ir hæl­ar eða flat­botna? Hæl­ar eða þykk­ir botn­ar. Nei,

MYND/VILHELM

SVART Birta Rán seg­ist hrif­in af svarta litn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.