VIN­SÆLL VASAHNÍFUR

Fréttablaðið - FÓLK - - VERKFÆRI OG VÉLAR -

Eitt af vin­sælli verk­fær­um heims er Leatherman-vasa­hníf­ur­inn. Saga hans er skemmti­leg. Það var Banda­ríkja­mað­ur­inn Tim Leatherman sem fékk hug­mynd­ina að gerð hans þeg­ar hann var á ferða­lagi með eig­in­konu sinni um Evr­ópu á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Bíll þeirra hjóna var sí­fellt að bila á ferða­lag­inu. Þar sem hann var ein­ung­is með hefð­bund­inn vasa­hníf í för sér til halds og trausts fór hann að velta fyr­ir sér hvort ekki gæti ver­ið snið­ugt að þróa vasa­hníf með mörg­um ólík­um töng­um og skrúf­járni.

Þeg­ar hann kom heim gekk hann með hug­mynd sína milli hnífa­fram­leið­enda. Eng­inn þeirra hreifst af hug­mynd hans enda fannst þeim Tim leggja full­mikla áherslu á verk­færa­hluta henn­ar.

Hann gafst þó ekki upp og ákvað að hefja fram­leiðsl­una sjálf­ur ásamt við­skipta­fé­laga sín­um, Steve Berl­iner. Und­ir­bún­ing­ur­inn tók lang­an tíma og átta ár­um síð­ar kom fyrsta pönt­un­in í hús.

Va­sa­hnífarn­ir eru geysi­vin­sæl­ir í Banda­ríkj­un­um enda enn þá fram­leidd­ir þar, ólíkt mörg­um öðr­um verk­fær­um í dag. Verk­smiðja fyr­ir­tæk­is­ins er í Oregon-ríki og eru all­ir hnífarn­ir auk þess hand­smíð­að­ir.

Þeir njóta einnig mik­illa vin­sælda í Þýskalandi og Ástr­al­íu en um fimmt­ung­ur Ástr­ala á slík­an hníf. Auk þess eru milljón­ir hnífa seld­ir um all­an heim ár­lega.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.