ROSALEGUR VERKFÆRAKA­RL

UPPÁHALDSV­ERKFÆRIN Gunn­laug­ur Helga­son, Gulli Helga, út­varps­mað­ur á Bylgj­unni, er húsa­smið­ur að mennt og starfar við smíð­ar sam­hliða út­varps- og sjón­varps­þátta­gerð. Hann á fjöld­ann all­an af verk­fær­um og vél­um sem hann held­ur mik­ið upp á. Hann var beð­inn u

Fréttablaðið - FÓLK - - VERKFÆRI OG VÉLAR -

Að gera upp á milli verk­fær­anna minna er nán­ast eins og að gera upp á milli barn­anna minna,“seg­ir Gulli og hlær, seg­ist nefni­lega vera rosalegur verkfæraka­rl og að raun­ar sé tækja­dell­an ástæð­an fyr­ir því að hann hald­ist í smíða­brans­an­um. „Verk­færi geta auð­veld­að manni svo svaka­lega vinn­una og stytt fram­kvæmda­tím­ann,“seg­ir Gulli sem lærði húsa­smíði á sín­um tíma en gerð­ist síð­an út­varps­mað­ur í lengri tíma. „Ár­ið 2000 ætl­aði ég að fara tíma­bund­ið út í smíð­ina en ílengd­ist í iðn­inni og hef aldrei hætt síð­an.“

Gulli seg­ist ekki missa sig í kaupæði. „Ég spái mik­ið í hverju verk­færi sem ég kaupi. Ber sam­an tæki, velti fyr­ir mér gæð­um og ekki síst nota­gildi. Ef ég sé ekki fram á að nota tæk­ið mik­ið tek ég oft ákvörð­un um að leigja það frek­ar.“Hvert verk­færi Gulla er því vel val­ið enda þótti hon­um erfitt að velja að­eins fjög­ur til að segja frá, en nið­ur­stað­an varð þó þessi:

LEATHERMAN

„Le­ather­mann­inn er senni­lega það verk­færi sem ég nota mest, allt upp í fimm til sex sinn­um á dag. Ég á þrjá slíka, einn í smíð­ina, einn í úti­leg­una og svo á ég eina jakkafata­út­gáfu,“seg­ir hann og hlær. Þetta fjöl­nota­verk­færi ber Gulli alltaf í vas­an­um og hef­ur það oft kom­ið sér vel. „Ég var til dæm­is í af­leys­ing­um í Íslandi í dag þeg­ar allt var í beinni. Þá var með okk­ur kokk­ur sem var að fara að elda eitt­hvað. Þeg­ar þrjá­tíu sek­únd­ur voru í út­send­ingu fatt­aði kokk­ur­inn að hann hefði gleymt tappa­tog­ar­an­um fyr­ir hvít­vín­ið. Gamli tók upp leð­ur­mann­inn, dró tappa­tog­ar­ann fram, opn­aði hvít­víns­flösk­una og á sömu sek­úndu bauð ég gott kvöld.“

KEÐJUSÖG

„Ég held mik­ið upp á þessa keðjusög sem móð­ir mín gaf mér í af­mæl­is­gjöf fyr­ir mörg­um ár­um. Hún er sjálf mik­il tækja­mann­eskja og lík­lega hef ég þessa dellu frá henni,“seg­ir Gulli glett­inn. Hann seg­ist nota keðju­sög­ina mik­ið, sér­stak­lega hin síð­ustu ár. „Ég hef ver­ið að smíða hús­gögn úr trjám sem ég felli fyr­ir fólk. Þá móta ég timb­ur og sæti í alls kon­ar bekki með keðju­sög­inni,“seg­ir Gulli en borð­ið sem sést á mynd­inni er úr smiðju Gulla og smíð­að úr ösp sem hann felldi fyr­ir fólk á Þing­völl­um. „Þetta er að­aláhuga­mál­ið mitt núna að læra þessa iðn.“

GREINAYDDA­RI

Gulli seg­ir bor­vél skyldu­verk­færi á hverju heim­ili. Á bor­vél­ina má síð­an fá ým­is verk­færi á borð við það sem sést á mynd­inni. „Þetta er nokk­urs kon­ar ydd­ari sem býr til tappa á grein­ar,“seg­ir Gulli en á mynd­inni má einnig sjá birkigrein sem hann hef­ur mót­að með ydd­ar­an­um. „Úr grein­inni verð­ur þannig til fót­ur. Síð­an bora ég í trjá­bol og tek hann í tvennt, bora göt und­ir og sting grein­inni með tapp­an­um inn í göt­in og lími svo úr verð­ur bekk­ur eða borð.“

LÍNULEISER

Gulli seg­ir línu­leiser­inn eina flott­ustu nýj­ung­ina fyr­ir iðn­að­ar­menn síð­an batte­rísvél­in kom á mark­að. „Svona tæki er nauð­syn­legt þeg­ar búa á til bein­ar línur og kem­ur í stað­inn fyr­ir snúr­una sem var strengd á milli staða til að fá beina línu. Leiser­inn má einnig nota í stað halla­máls.“

Dagarnir hjá Gulla eru æði lang­ir. Hann byrj­ar dag­inn með þætt­in­um Í bít­ið á Bylgj­unni klukk­an 6.50. Þeg­ar hon­um lýk­ur klukk­an 10 tek­ur við und­ir­bún­ing­ur fyr­ir næsta dag og um há­deg­is­bil­ið hefst smíða­vinn­an. „Vinnu­dag­ur­inn er því stund­um hátt í 14 tím­ar,“seg­ir Gulli sem hef­ur vak­ið mikla at­hygli fyr­ir þætti sína Gulli bygg­ir en þeg­ar hafa tvær þáttarað­ir ver­ið sýnd­ar á Stöð 2. Eru lík­ur á því að sú þriðja verði á dag­skrá? „Gulli bygg­ir er að jafna sig eft­ir síð­ustu seríu og á enn eft­ir að taka ákvörð­un um framhaldið. En mér finnst þetta al­veg of­boðs­lega gam­an. Það er frá­bært að geta tek­ið þess­ar iðn­grein­ar og fært þær inn á heim­ili fólks.“

MYND/ANDRI MARINÓ

VERK­FÆRI Á borð­inu má sjá línuleiser, greinaydd­ara fram­an á raf­magns­bor­vél, keðjusög, Leatherman og birkigrein sem mun þjóna sem fót­ur á bekk.

GULLI BYGG­IR Gulli er mik­ill verk­færa­áhuga­mað­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.