SVUNTA FYR­IR VERKFÆRIN

Fréttablaðið - FÓLK - - VERKFÆRI OG VÉLAR -

SNIЭUGT Hár­greiðslu­fólk er oft með svuntu á sér með mörg­um vös­um til að geyma verk­færi eins og skæri, greið­ur, hárlakk og fleira. Hægt er að sauma svona svuntu og nota þeg­ar ver­ið er að vinna heima, setja upp ljós eða skrúfa sam­an hús­gögn eða ann­að. Þá er hægt að hafa ham­ar í ein­um vasa, skrúf­járn í öðr­um, nagla í þriðja og svo fram­veg­is. Svona svuntu er líka hægt að nota í hrein­gern­ing­um fyr­ir tusk­ur, sápu­úða eða ann­að efni sem nota þarf. Svunt­an er því af­ar hentug og get­ur spar­að mörg spor­in. Flott­ast er að sauma svuntu úr leðri eða leð­ur­líki en einnig er snið­ugt að búa hana til úr göml­um galla­bux­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.