HVATNING FYR­IR ALLT SAM­FÉ­LAG­IÐ

STEMN­ING Í BÆNUM Líf­ið í Þor­láks­höfn snýst um körfu­bolta þessa dag­ana en úr­slita­keppn­in hófst í gær. Bæj­ar­stjór­inn fylg­ist spennt­ur með uppi í stúku.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Fjöl­breytt íþrótta­líf er jafn­an mik­il lyfti­stöng fyr­ir minni bæj­ar­fé­lög lands­ins. Eitt þeirra er sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus í Ár­nes­sýslu en stærsti þétt­býliskjarn­i sveit­ar­fé­lags­ins er Þor­láks­höfn, þar sem íþrótta­fé­lag­ið Þór hef­ur að­set­ur. Þrátt fyr­ir að íbú­ar bæj­ar­ins séu að­eins rúm­lega 1.500 hef­ur lið Þórs átt lið í efstu deild karla í körfuknatt­leik síð­an ár­ið 2011. Óhætt er að segja að líf bæj­ar­búa snú­ist um fátt ann­að en körfu­bolta þessa dag­ana en úr­slita­keppn­in hófst í gær, fimmtu­dag, og leik­ur Þór fyrsta leik­inn í kvöld gegn liði Tinda­stóls frá Sauð­ár­króki.

Gunn­steinn R. Ómars­son, bæj­ar­stjóri sveit­ar­fé­lags­ins, hafði aldrei spilað körfu­bolta og raun­ar lít­ið fylgst með hon­um áð­ur en hann tók við starf­inu á vor­mán­uð­um 2014. Hann seg­ist þó ekki hafa kom­ist hjá því að byrja á því þeg­ar hann flutti í sam­fé­lag þar sem körfu­boltalið er í fremstu röð og íþrótt­in ein sú vin­sæl­asta með­al barna í bænum. „Ég hef meira að segja mætt reglu­lega til að spila körfu­bolta með nokkr­um reynslu­bolt­um og lært heil­mik­ið af því þó svo get­an sé ekki mik­il. Svo er dótt­ir mín að æfa körfu­bolta og ég fylgi henni á mót sem er mjög skemmti­legt. Það má því segja að ég sé kom­inn á kaf í körfu­bolt­ann.“

Í kvöld mæt­ir Þór liði Tinda­stóls á heima­velli þeirra síð­ar­nefndu. Stemn­ing­in í Þor­láks­höfn er mik­il þótt geng­ið hafi mis­vel í vet­ur að sögn Gunn­steins. „Segja má að stemn­ing­in með­al stuðn­ings­manna hafi ver­ið svip­uð og gengi liðs­ins, svona upp og nið­ur. Á köflum, þeg­ar vel hef­ur geng­ið, hef­ur stemn­ing­in ver­ið góð og mæt­ing­in eft­ir því. En svo hef­ur mér stund­um fund­ist að mæt­ing­in og stemn­ing­in mætti vera meiri.“

ENG­IR ÓSKAMÓTHER­JAR

Hann seg­ir greini­legt að góður stuðn­ing­ur virki hvetj­andi á leik­menn­ina og því sé mik­il­vægt að fólk mæti og styðji þá. „Það er erfitt að leggja ná­kvæmt mat á virði þess að eiga lið í fremstu röð en í mín­um huga er það mik­ils virði, ekki síst vegna þess að strák­arn­ir eru svo góð­ar fyr­ir­mynd­ir. Árangur þeirra virkar hvetj­andi á sam­fé­lag­ið í heild og örv­ar til dæm­is þátt­töku barn­anna í íþrótt­um al­mennt, ekki bara í körfu­bolta.“

Að­spurð­ur um vænt­ing­ar til sinna manna fyr­ir leik­ina á móti Tinda­stól seg­ir hann úr­slita­keppn­ina vera í raun nýtt mót. „And­stæð­ing­arn­ir eru nú eng­ir óskamóther­jar. Þeir hafa stað­ið sig mjög vel í vet­ur og heima­völl­ur­inn þeirra er sterkur. Við höf­um samt haft í fullu tré við þá og unn­um þá hérna heima þannig að mögu­leik­inn er til stað­ar. Fyr­ir mér má nú samt segja að þeir séu óska­mót- herj­ar því ég á góð­an vin í Tinda­stólsliðnu sem gam­an verð­ur að hitta. Það er hins veg­ar verra ef hann fer að taka upp á því að eiga stór­leik eins og hann átti þeg­ar hann kom síð­ast hing­að.“Sjálf­ur hef­ur Gunn­steinn mætt á alla heima­leik­ina í vet­ur. „Það er al­veg pott­þétt að ein­hverj­ir fara norð­ur í kvöld og ef vel gengur í fyrstu tveim­ur leikj­un­um þá verð­ur far­in hóp­ferð á ann­an leik­inn á Krókn­um. Von­andi verð­ur troð­fullt hús hjá okk­ur í heima­leikj­un­um því lið­ið okk­ar er stemn­ingsl­ið og stuðn­ing­ur­inn í hús­inu virkar sem víta­mínsprauta á strák­ana. Það er ekki sjálf­gef­ið að sam­fé­lag af þess­ari stærð eigi lið í fremstu röð og til að við­halda ár­angr­in­um verð­ur stuðn­ing­ur­inn að vera góður.“

MYND/JÓ­HANNA MAR­GRÉT

STUÐNINGSM­AÐUR Áð­ur fyrr fylgd­ist Gunn­steinn bæj­ar­stjóri ekki með körfu­bolta. Nú mæt­ir hann á alla heima­leiki og hvet­ur sína menn ásamt bæj­ar­bú­um Þor­láks­hafn­ar.

MYND/VALLI

BAKHJARLAR Harð­asti stuðn­ings­hóp­ur Þórs nefn­ist Græni drek­inn. Stuðn­ing­ur hans er mikilvægur að sögn Gunn­steins.

MYND/VALLI

TIL­BÚN­IR Liðs­menn Græna drek­ans verða til­bún­ir í fyrsta heima­leik Þórs og láta vafa­laust vel í sér heyra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.