SORGARFERL­I EFT­IR UPPÞOT Í LEI

BJARTSÝN Það hef­ur ým­is­legt drif­ið á daga Maríu Sig­urð­ar­dótt­ur, fyrr­ver­andi leik­hús­stjóra Leik­fé­lags Akur­eyr­ar, frá því hún hætti í leik­hús­inu ár­ið 2011. Hún gekk í gegn­um erfitt sorgarferl­i í kjöl­far­ið og flutti til Dan­merk­ur.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Ma­ría seg­ir að þeg­ar hún hætti sem leik­hús­stjóri á Akur­eyri hafi hún skrif­að öll­um leik­hús­stjór­um í Dan­mörku til að sækja um vinnu. „Ég vildi kom­ast í ann­að um­hverfi og hitta nýtt fólk. Mig lang­aði að hvíla mig á leik­list­ar­heim­in­um hér heima eft­ir leið­ind­in sem komu upp á Akur­eyri. Það var hins veg­ar ekki hlaup­ið að því að fá vinnu í Dan­mörku. Dön­um fannst þeir hafa lent í svo svaka­legri kreppu. Ég benti þeim á að við hefð­um lent í miklu verra hruni. Þeir trúðu því reynd­ar ekki, grá­ir í fram­an af stressi,“seg­ir Ma­ría og hlær. „Ég fann það síð­an að mig lang­aði kannski al­veg eins að prófa eitt­hvað ann­að. Ég fór því að þrífa heim­ili fólks og vann með fólki sem hreins­aði til eft­ir vatns­tjón, bruna og þess hátt­ar,“seg­ir Ma­ría, sem bjó í Kaup­manna­höfn í tæp þrjú ár.

TÝND Í SJÁLFRI SÉR

„Það gerði mér mjög gott að kom­ast í burtu,“seg­ir hún. „Ég fann sjálfa mig aft­ur. Þeg­ar mað­ur hef­ur starf­að lengi í kröfu­hörðu og ábyrgð­ar­miklu um­hverfi týn­ist mað­ur ein­hvern veg­inn inni í sér. Ég hafði áð­ur bú­ið í Kaup­manna­höfn og kann virki­lega vel við mig þar. Tveir syn­ir syst­ur minn­ar búa í borg­inni með fjöl­skyld­um sín­um, þannig að ég gat ver­ið í ömmu­hlut­verki með börn­um þeirra. Óneit­an­lega sakn­aði ég þó minna eig­in sona og barna­barna. Yngri son­ur minn, Hjalti Rún­ar Jóns­son, er í leik­list­ar­námi og mig lang­aði til að fylgj­ast með hon­um í nám­inu. Eldri son­ur minn, Ey­vind­ur Karls­son, er leik­stjóri og þýð­andi. Hann á tvo syni sem eru fimm og sjö ára og ég sakn­aði þeirra mik­ið. Ég gæti hins veg­ar vel hugs­að mér að fara aft­ur til Kaup­manna­hafn­ar ein­hvern tíma seinna. Mér líður óskap­lega vel þar. Það er held­ur ekk­ert sér­stak­lega eft­ir­sókn­ar­vert ástand hér heima.“

VONT MÁL

Ma­ría við­ur­kenn­ir að það hafi tek­ið mik­ið á hana þeg­ar hún hætti sem leik­hús­stjóri. „Já, ég á eft­ir að koma fram og segja frá því hvernig þetta var í raun og veru. Ég hef ekki ver­ið til­bú­in til þess hing­að til. Þetta var vont mál og illa kom­ið fram við mann. Það eru ekki öll kurl kom­in til graf­ar í því máli. Mér finnst til dæm­is leiðinlegt að heyra ut­an að mér að ástæða þess að ég hafi hætt hafi ver­ið að sýn­ing­in Rocky Horr­or hafi far­ið langt út fyr­ir kostn­að­ar­áætl­un. Þess vegna hafi allt far­ið á haus­inn. Það er rangt. Þetta var frá­bær sýn­ing og hún á ekki skil­ið slíkt um­tal. Lista­menn­irn­ir í Rocky Horr­or komu hvergi nærri rekstri leik­húss­ins. Það er öm­ur­legt að þeim sé kennt um hvernig fór. Þessi sýn­ing var meiri­hátt­ar flott með fal­leg­um bún­ing­um og ynd­is­legri tónlist sem var gef­in út á plötu. Þetta var fyrsta sýn­ing Leik­fé­lags­ins sem sett var upp í Menn­ing­ar­hús­inu Hofi og mik­ill kostn­að­ur sam­fara því. Sam­skipti Leik­fé­lags­ins og starfs­manna bæj­ar­ins í kring­um upp­bygg­ing­una á Hofi er reynd­ar leið­in­leg­ur kafli sem ég á eft­ir að segja frá í lengra við­tali.“

LÖNG SAGA

Ma­ría seg­ist hafa ver­ið mik­ill töffari sem gekk í öll verk í leik­hús­inu með mikl­um metn­aði. Það var því mik­ið áfall þeg­ar henni var skyndi­lega sagt að yf­ir­gefa leik­hús­ið sam­dæg­urs. Þá var hún að leik­stýra verki og því ekki lok­ið. „Ég hafði ekki gert neitt sak­næmt þótt vissu­lega bæri ég ábyrgð á leik­hús­inu. Það var fram­kvæmda­stjór­inn sem stóð sig ekki sem skyldi og eng­inn vissi fyrr en um sein­an. Ég tók það mjög inn á mig, enda yf­ir­stjórn­andi leik­húss­ins. Þessi slæma staða hafði far­ið fram hjá mér og það við­ur­kenndi ég strax. Það varð eins kon­ar uppþot á þess­um tíma­punkti,“seg­ir Ma­ría og bæt­ir því við að löng saga sé í kring­um allt þetta mál.

LEIT­AÐI HJÁLP­AR

„Þeg­ar ég var bú­in að vera í Dan­mörku um tíma upp­götv­aði ég sorg­ar­ferl­ið sem ég var að ganga í gegn­um. Ég fann að ég varð að vinna úr því og leit­aði til ís­lenskr­ar konu sem starfar sem þerap­isti í Kaup­manna­höfn til að hjálpa mér. Hún var frá­bær og ég fann gleð­ina aft­ur. Ég hugsa stund­um núna að það hafi eig­in­lega bara ver­ið gott að lenda í svona erfiðri lífs­reynslu. Mað­ur verð­ur sterk­ari á eft­ir. Það var þó ekki skemmti­legt á með­an á því stóð og ég er ekki stolt af því sem gerð­ist á Akur­eyri. En ég setti ekki leik­hús­ið á haus­inn, það ætla ég ekki að taka á mig.“

MYND/STEFÁN

LÍF­IÐ TÓK U-BEYGJU Ma­ría Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi leik­hús­stjóri hjá Leik­fé­lagi Akur­eyr­ar, hef­ur náð sér eft­ir mik­ið áfall sem varð þeg­ar henni var sagt að yf­ir­gefa leik­hús­ið vegna erfiðr­ar fjár­hags­stöðu þess ár­ið 2011.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.