VELJA ÞARF RÉTTA MELT­ING­AR­GERLA

RARITET KYNNIR OptiBac Probiotics eru með­al öfl­ug­ustu melt­ing­ar­gerla á mark­aðn­um í dag. Um­sagn­ir þeirra sem nota þá segja sína sögu.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

g hef próf­að marg­ar teg­und­ir af melt­ing­ar­gerl­um (acidophilu­s), en hef aldrei fund­ið jafn mikla virkni og þeg­ar ég nota OptiBac,“seg­ir Víð­ir Þór Þr­ast­ar­son, íþrótta­fræð­ing­ur og heils­unudd­ari, en Víð­ir hef­ur með­al ann­ars not­að „For Every Day“extra sterkan frá OptiBac.

Víð­ir Þór er mennt­að­ur íþrótta­fræð­ing­ur frá Há­skóla Ís­lands og hef­ur starf­að sem einka­þjálf­ari í yf­ir 15 ár og á þeim tíma byggt upp mikla og sér­hæfða þekk­ingu varð­andi hreyf­ingu og nær­ingu. Auk þess sinn­ir Víð­ir stunda­kennslu við heils­unudd­braut Fjöl­brauta­skól­ans við Ármúla og er að­stoð­ar­kenn­ari við íþrótta­fræði­set­ur Há­skóla Ís­lands.

BREIÐ VIRKNI OG SÉRHÆFÐAR LAUSN­IR

Það sem er ein­stakt við þessa vöru er hvað gerl­arn­ir eru virk­ir og vel rann­sak­að­ir. Bæði er hægt að velja gerla­blöndu með breiða virkni sem inni­held­ur marg­ar teg­und­ir af gerl­um en einnig hef­ur OptiBac þró­að og sett sam­an nokkr­ar teg­und­ir af sér­hæfð­um blönd­um með virkni fyr­ir sér­stök melt­ing­ar­vanda­mál eins og til dæm­is gegn hægðat­regðu, til að losna við loft og þembu úr melt­ing­ar­veg­in­um, við nið­ur­gangi eða bakt­eríu­sýk­ingu.

DAG­LEG INN­TAKA VIN­VEITTRA GERLA STYRK­IR ÓNÆMIS­KERF­IÐ

Streita, lé­legt eða ein­hæft mataræði á borð við skyndi­bita og unn­ar mat­vör­ur ásamt sýkla­lyfja­notk­un hef­ur nei­kvæð áhrif á þarma­flór­una. Þess­ir þætt­ir valda skorti á ensím­um og nauð­syn­leg­um bakt­erí­um fyr­ir þarma­flór­una og því er ráðlagt að taka dag­lega inn vand­aða melt­ing­ar­gerla með sann­aða virkni.

„Í þörm­um fyr­ir­finn­ast bæði góð­ar og vond­ar bakt­erí­ur. Tal­ið er mik­il­vægt að hlut­fall góðra bakt­ería sé yf­ir sjö­tíu pró­sent. Margir kann­ast við óþæg­indi í melt­ing­ar­vegi vegna slæmra bakt­ería; loft í maga, magakrampa, nið­ur­gang og hægðat­regðu. Ef slæmt ástand í þarma­flór­unni var­ir lengi er það tal­ið geta leitt af sér ýmsa kvilla, eins og of­næmi, óþol, minni vörn gegn um­gangspest­um og sýk­ing­um, bólgu­sjúk­dóma og veik­ingu á ónæmis­kerf­inu, sem leitt get­ur af sér al­var­lega sjúk­dóma. Auk þess styrkj­um við nátt­úru­leg­ar varn­ir lík­am­ans gegn kvefi, flensu og um­gangspest­um með því að við­halda melt­ing­ar­flór­unni,“seg­ir Víð­ir og bend­ir á að þó svo að við höld­um að flóran sé góð þá sé raun­veru­leik­inn oft ann­ar og ým­is lík­am­leg ein­kenni sem við tengj­um ekki beint við melt­ing­una eigi sér upp­runa þar.

MYND/VALLI

MÆLIR MEÐ OPTIBAC Víð­ir Þór Þr­ast­ar­son, íþrótta- og heilsu­fræð­ing­ur frá Há­skóla Ís­lands, hef­ur not­að OptiBac Probiotics með góð­um ár­angri og mælir með þeim fyr­ir alla sem vilja tryggja að melt­ing­in sé í lagi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.