VÖKVI Í EYR­UM GET­UR SEINK­AÐ MÁLTÖKU

BÖRN Vökvi í eyr­um hef­ur áhrif á heyrn. Ef vökvi er inn­an við hljóð­himnu barna til lengri tíma get­ur það seink­að máltöku þeirra. Þá er stund­um grip­ið til þess ráðs að setja rör í eyru til að tappa af vökva þannig að hljóð ber­ist að fullu til innra eyr­ans.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Það er nokk­uð al­gengt að for­eldr­ar leiti til mín og annarra lækna hér á stöð­inni vegna þess að þeir hafa áhyggj­ur af heyrn og máltöku barna sinna,“seg­ir Sig­ríð­ur Sveins­dótt­ir, háls-, nef- og eyrna­lækn­ir á Lækna­stöð­inni. Al­geng­ast er að börn­in séu á aldr­in­um eins til fjög­urra ára göm­ul. „Stund­um byrja börn­in ekki að tala eðli­lega eða þau fylgja ekki jafn­öldr­um sín­um. Oft er þeim vís­að til okk­ar eft­ir ung­barna­skoð­un ef mál­þrosk­inn er ekki í takt við það sem eðli­legt þyk­ir eða að upp koma áhyggj­ur af seink­uð­um mál­þroska í leik­skól­an­um,“lýs­ir Sig­ríð­ur en fyrsta skref­ið er að at­huga hvort vökvi leyn­ist í eyr­anu sem gæti út­skýrt vanda­mál­ið.

Sig­ríð­ur út­skýr­ir af hverju börn með vökva í eyr­um heyra verr; „Loft þarf að vera í mið­eyr­anu til að hljóð ber­ist eðli­lega í gegn­um það. Vökvi í eyr­anu kem­ur í veg fyr­ir að hljóð­himn­an hreyf­ist eðli­lega og hljóð­ið berst þannig verr inn í innra eyr­að,“seg­ir hún en tek­ur fram að börn­in séu alls ekki heyrn­ar­laus, þau heyri demp­aðri hljóð og mál­hljóð­in sem þau heyri séu óskýr­ari. „Hversu illa þau heyra fer eft­ir því hve vökvinn er mik­ill. Sum eru bara með smá vökva og eru þá nán­ast með eðli­lega heyrn. Önn­ur eru með mik­ið þykkt slím í mið­eyr­anu og þá með mik­ið skerta heyrn,“seg­ir Sig­ríð­ur. Hún árétt­ar einnig að ekki séu öll börn, sem vís­að er til henn­ar, í raun með vökva í eyr­um. „Mörg þeirra eru með eðli­lega skoð­un á eyr­um og heyrn en eru þá bara sein í mál­þroska.“

EKKI ENDI­LEGA MEÐ EYRNABÓLGU

Sum­ir rugla sam­an vökva í eyr­um og eyrnabólgu en Sig­ríð­ur út­skýr­ir muninn. „Vökvi í eyr­um eyk­ur lík­ur á eyrnabólgu þar sem bakt­erí­ur þríf­ast vel í þess­um vökva. Börn geta hins veg­ar oft haft vökva í eyr­um í lengri tíma án þess að grein­ast með eyrnabólgu.“

MISVÍSANDI RANN­SÓKN­IR

Ein lausn­in við vökva í eyr­um er að setja rör í hljóð­himn­una. „Ef barn hef­ur ver­ið með vökva í eyr­um í þrjá til sex mán­uði í báð­um eyr­um og er með ein­kenni, ann­að­hvort óværð, heyr­ir illa eða mál­þrosk­inn er skert­ur, þá er oft tek­in ákvörð­un um rör. Við reyn­um að velja börn­in eft­ir því hvort að­gerð­in muni bæta lífs­gæði þeirra. Stund­um sjá­um við börn með vökva í eyr­um sem virð­ast hafa lít­il ein­kenni og þá reyn­um við held­ur að bíða og sjá til, fá þau í end­ur­komu og sjá hvort þetta gangi ekki yf­ir af sjálfu sér,“lýs­ir Sig­ríð­ur. Hún bæt­ir við að rann­sókn­ir á vökva í eyr­um og teng­ingu við heyrn­ar­skerð­ingu séu misvísandi.

„Vökvi í eyr­um veld­ur klár­lega heyrn­ar­skerð­ingu og þar af leið­andi seink­un á mál­þroska hjá mörg­um börn­um. En það er þó ekki endi­lega samasem­merki milli þess og að þau verði alltaf eft­ir á í mál­þroska. Marg­ar rann­sókn­ir sýna að að oft fer vökvinn af sjálfu sér með tím­an­um án íhlut­un­ar. Heyra börn­in þá í kjöl­far­ið al­veg eðli­lega og ná oft­ast jafn­öldr­um sín­um í mál­þroska. Spurn­ing er bara hversu hamlandi ástand­ið er, hve illa þau heyra og hversu þjáð þau eru í milli­tíð­inni. Ef svo er má spyrja hvort rétt­læt­an­legt sé að bíða þang­að til vökvinn hverf­ur af sjálfu sér.“

EIN­FÖLD AЭGERÐ

Sú að­gerð að setja rör í eyr­un er frem­ur ein­föld. Hún er fram­kvæmd í ör­stuttri svæf­ingu enda sárs­auka­fullt að skera í hljóð­himn­una. „Að­gerð­in tek­ur nokkr­ar mín­út­ur. Gert er lít­ið gat á hljóð­himn­una, vökvinn er sog­að­ur út og svo er rör­ið, sem er eins og lít­ill ventill, sett í hljóð­himn­una til að hleypa lofti inn. Börn­in fara beint heim eft­ir að­gerð­ina og geta þess vegna far­ið í leik­skól­ann dag­inn eft­ir.“

FOR­ELDR­AR FINNA MUN

Sig­ríð­ur fær börn í end­ur­komu ein­hverj­um vik­um eða mán­uð­um eft­ir röraí­setn­ing­una. „Ástæð­an fyr­ir að­gerð­inni er langoft­ast heyrn­ar­skerð­ing en einnig tíð­ar eyrna­bólg­ur. Þeg­ar for­eldr­ar koma með barn­ið í end­ur­komu hafa oft orð­ið mikl­ar fram­far­ir í mál­þroska. Það er þó ekki al­gilt.“

NORDICPHOT­OS/GETTY

HEYRA ILLA Sum börn, sem lengi hafa ver­ið með mik­inn vökva í eyr­um, heyra illa og get­ur það seink­að máltöku þeirra.

SIG­RÍЭUR SVEINS­DÓTT­IR Háls-, nef- og eyrna­lækn­ir

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.