LÉTT OG NÁTT­ÚRU­LEG

SUMARFÖRÐU­NIN Bleiktóna- og kampa­vínslit­ir verða áber­andi í sum­ar­förð­un­inni. Mik­il­vægt er að nota farða með sól­ar­vörn þeg­ar sól­in fer að skína.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Förð­un verð­ur alltaf létt­ari á sumr­in og vor­in en hún er á vet­urna að sögn Tinnu Þorra­dótt­ur Flens­borg­ar­skóla­nema, sem blogg­ar um förð­un og fylg­ist vel með öllu sem henni við­kem­ur. „Það koma inn létt­ari og sum­ar­legri lit­ir, bleiktóna- og kampa­vínslit­ir. Skygg­ing á aug­um má vera minni á sumr­in og snið­ugt að geyma dökku smokey-förð­un­ina fyr­ir dimm­ari vetr­ar­kvöld. Sumarförðu­nin verð­ur öll nátt­úru­legri og vin­sælt er að láta förð­un­ina líta út eins og það sé eng­in förð­un. Á vör­um er fal­legt að nota liti sem ýkja eig­in lit var­anna og gott að setja fal­leg­an bleik­an gloss með glans yf­ir. Þeg­ar hlýrra verð­ur í veðri og sól­in fer mögu­lega að kíkja fram und­an skýj­um er snið­ugt að nota farða með sól­ar­vörn í og hætta að nota vör­ur sem verja húð­ina fyr­ir kulda,“seg­ir Tinna.

Hún fékk áhuga fyr­ir förð­un fyr­ir einu og hálfu ári og er óhætt að segja að hún hafi hellt sér út í áhugamálið af full­um krafti. „Ég fór að horfa á mynd­bönd á YouTu­be þar sem banda­rísk­ar stelp­ur voru að sýna förð­un og fékk mik­inn áhuga á þessu. Ég fór til Banda­ríkj­anna tvisvar á síðasta ári og þá fyllt­ist snyr­titask­an mín af snyrti­vör­um. Kærast­inn gaf mér svo snyrti­borð af því að allt dót­ið komst ekki lengur í snyr­titösk­urn­ar,“seg­ir Tinna og bros­ir. Eft­ir ára­mót­in fór Tinna í förð­un­ar­nám í Reykja­vik Ma­keup School sem hún út­skrif­að­ist úr á dög­un­um.

Mik­il­væg­ustu hlut­irn­ir fyr­ir snyrti­budd­una að mati Tinnu eru farði, hylj­ari, augna­brúnag­el, kinna­lit­ur og maskari. „Ég nota sjálf Lumi-farð­ann frá L’Oreal sem er mjög góður, hylj­ara frá L.A. Girl og Gimme Brow augna­brúnag­el­ið frá Be­nef­it. Uppá­haldskinna­lit­ur­inn minn þessa stund­ina er frá Mac og heit­ir Marg­in, hann er sum­ar­leg­ur, fal­lega bleik­ur með smá ljóma og upp­á­halds­ma­skar­arn­ir eru tveir, Manga frá L’Oreal og Ma­sterpiece Tr­ans­form frá Max Factor. Það er svona ann­að­hvort eða hjá mér varð- andi förð­un. Ef ég hef tíma þá nota ég allt; farða, hylj­ara, kinna­lit, augna­brúna­lit, augn­blý­ant, maskara og jafn­vel eitt­hvað á var­irn­ar. Ef ég er að flýta mér nota ég ekk­ert.“

MYND/GVA

ÁHUGASÖM Tinna hef­ur mik­inn áhuga á förð­un og klár­aði ný­lega förð­un­ar­nám í Reykja­vik Ma­keup School.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.