ORЭIÐ Á GÖT­UNNI ER VARANLEGT

HÁRTÍSKAN Í SUM­AR Guð­laug Ma­rín Páls­dótt­ir vann sem hársnyrt­inemi á samn­ingi á stofu í Nor­egi og seg­ir Ís­lend­inga töffara og opn­ari fyr­ir nýj­ung­um í hár­tísku en frænd­þjóð­ina. Við spurð­um hana út í hár­tísk­una í sum­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Axlasítt hár hef­ur ver­ið vin­sælt um nokk­urn tíma hjá stelp­un­um en hár­ið verð­ur styttra í sum­ar, styttri bobb­ar og stutt­ar tískuklipp­ing­ar. Í lit­um eru hlýrri tón­ar að koma inn, gyllt­ir og ljós­ir, á með­an köldu tón­arn­ir eins og silfr­að­ur og fjólu­blár eru á út­leið,“seg­ir Guð­laug Ma­rín Páls­dótt­ir hársnyrt­inemi um hár­tísk­una í sum­ar.

Hún seg­ir einnig að krull­ur muni eiga „kombakk“í sum­ar.

„Ef marka má orð­ið á göt­unni í brans­an­um þá mun per­man­ent detta inn í sum­ar, per­man­ent og stór­ar krull­ur í síða hár­ið. Stórt hár verð­ur inn og hár­bönd og borð­ar verða líka í tísku í sum­ar,“seg­ir Guð­laug. En hvað með strák­ana? „Strák­arn­ir hafa ver­ið með rak­að í hlið­um og sítt of­an á í nokk­urn tíma og í sum­ar verð­ur sá stíll tek­inn skref­inu lengra. Enn­þá styttra í hlið­um og hár­ið deyr út al­veg neðst, jafn­vel far­ið með hníf­inn neðst og að­eins upp í hár­ið svo lín­an fjari al­veg út í ekki neitt. Enn­þá hald­ið í smá sídd of­an á en þó líka ver­ið að klippa það styttra.“

En hvað með síð­hærðu gaur­ana sem binda hár­ið upp í snúð? „Þeir verða bara að drífa sig til rak­ar­ans,“seg­ir Guð­laug sposk. „Það er sér­stak­lega mik­ið í tísku núna að það sé áber­andi mik­ið haft fyr­ir hár­inu. Fólk í hár­greiðslu­brans­an­um tal­ar um að það selji strák­um miklu meira af sléttu­járn­um og hár­blás­ur­um og tækj­um og tól­um sem hef­ur ekki ver­ið áð­ur. Strák­arn­ir munu líka fara í permó í sum­ar til að fá bylgj­ur í hár­ið efst með rak­að í hlið­um,“seg­ir Guð­laug og á von á að Ís­lend­ing­ar taki sum­ar­tísk­unni vel, þeir séu opn­ari fyr­ir nýj­ung­um en til dæm­is Norð­menn, en Guð­laug vann samn­ings­tíma sinn sem nemi á stofu í Nor­egi.

„Ís­lend­ing­ar eru miklu meira töff en Norð­menn. Alla­vega voru þeir frek­ar íhalds­sam­ir og lít­ið að elt­ast við tísk­una þar sem ég var að klippa en ég var úti í eitt og hálft ár. Ís­lend­ing­ar eru svo opn­ir fyr­ir nýj­ung­um.“

MYND/ERNIR

KRULL­UR MEÐ „KOMBAKK“Í SUM­AR Guð­laug Ma­rín Páls­dótt­ir hársnyrt­inemi seg­ir hár­ið stytt­ast í sum­ar og hlýrri litatóna taka við. Þá verði per­man­ent áber­andi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.