STUTTUR LEÐURJAKKI ER MÁL­IÐ

VIN­SÆLT Stutt­ir leð­ur­jakk­ar í öll­um lit­um verða af­ar vin­sæl­ir í sum­ar og haust ef marka má tísku­sér­fræð­inga. Jakk­arn­ir eru mik­ið not­að­ir við pils og frjáls­lega síða kjóla. Karl­ar eiga líka að klæð­ast leðri í vor, sum­ar og haust.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Stutt­ir leð­ur­jakk­ar sjást í nýj­ustu vöru­lín­um frá hönn­uð­um á borð við Ar­mani, Hell­essy, Bur­berry Pr­ors­um og Miu Miu svo ein­hverj­ir séu nefnd­ir. Þeir eru hins veg­ar miklu fleiri sem sýna jakka úr leðri í alls kyns lit­um og við alls kon­ar fatn­að. Síð­ir, frjáls­leg­ir kjól­ar eru mik­ið í tísku og stuttu leð­ur­jakk­arn­ir passa full­kom­lega við þá. Diesel kynnir leð­ur­jakka í mótor­hjóla­stíl með galla­bux­um og Yves Saint Laurent seg­ir að all­ir þurfi að eiga nóg af leðri í fata­skápn­um. Í sama streng tek­ur Isa­bel Mar­ant.

Leð­ur­jakk­ar voru nokk­uð vin­sæl­ir í fyrra­sum­ar en ekk­ert lát verð­ur á vin­sæld­um þeirra í vor og sum­ar 2015. Fleiri lit­ir og snið eiga eft­ir að verða áber­andi þeg­ar sól­in hækk­ar á lofti. Ka­te Moss og Sienna Miller sjást varla í öðru en leðri þessa dag­ana. Þess má geta að leð­ur­jakk­ar eru vin­sæl­ir fyr­ir bæði kyn­in.

NEW YORK, BNA Hvítt er fal­legt. Fyr­ir­sæta sýn­ir fal­leg­an leð­ur­jakka á tísku­viku í New York þar sem sýnd var haust­tísk­an 2015. MÍLANÓ, ÍTALÍU Blár leðurjakki við blárós­ótt­an kjól á tísku­sýn­ingu í Mílanó fyr­ir haust-vet­ur 2015-2016. Föt­in eru frá Byb­los. TÓRONTÓ, KANADA Rauð­ur leðurjakki frá Macka­ge sem sýnd­ur var á tísku­viku í Tórontó í Kanada fyr­ir vor-sum­ar 2015.

PA­RÍS, FRAKKLANDI Svartur leðurjakki við hvít­ar bux­ur. Þessi fatn­að­ur var sýnd­ur á tísku­viku í Pa­rís fyr­ir vetr­ar­tísk­una 2015. MADRID, SPÁNI Þess­ar leð­urskvís­ur sýndu nýj­ustu tísku frá Maya Hansen á tísku­viku í Madrid þar sem sýnd var haustog vetr­ar­tísk­an 2015-2016. PAR­IS, FRAKKLAND Síð­ur, frjáls­leg­ur kjóll og brúnn leðurjakki frá Saint Laurent, sýnt á tísku­viku í Pa­rís, vor og sum­ar 2015. MÓNAKÓ, MÓNAKÓ App­el­sínu­gul­ur leðurjakki frá Lou­is Vuitt­on við gult pils. Sýn­ing sem fram fór í Mónakó sýndi vor­tísk­una 2015.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.