STÍG­UR VART FEILSPOR

TÍSKU­FYR­IR­MYND Það byrj­aði allt á Ósk­ar­s­verð­launa­há­tíð­inni ár­ið 2000 þeg­ar Charlize Theron mætti í app­el­sínu­gul­um Veru Wang­kjól. Þá sáu all­ir að þar var kom­in kona sem vert væri að fylgj­ast með á rauða dregl­in­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Að­dá­end­ur leik­kon­unn­ar Charlize Theron bíða ef­laust spennt­ir eft­ir að fá að berja hana aug­um í spennu­mynd­inni Dark Places sem verð­ur frum­sýnd í Frakklandi í næsta mán­uði. Leikkonan suð­urafríska hef­ur lengi ver­ið tal­in ein af best klæddu kon­um heims og hafa ákvarð­an­ir henn­ar þeg­ar kem­ur að fata­vali, líkt og val á hlut­verk­um, ver­ið djarf­ar og ógleym­an­leg­ar. Mynd­irn­ar tala best sínu máli og eins og sjá má lít­ur Charlize vel út í nán­ast öllu, sama hvort það er stuttur eða síð­ur kjóll, eða bux­ur og jakki.

NORDIC PHOTO/GETTY

MEÐ UNNUSTANUM Leik­ar­inn Se­an Penn og Charlize trú­lof­uð­ust und­ir lok árs í fyrra. Þau voru glæsi­leg sam­an á verð­launa­af­hend­ingu í fe­brú­ar síð­ast­liðn­um þar sem hún klædd­ist hárauð­um Di­or­síðkjól. LJÓMANDI GLÆSI­LEG

SUMAR­LEG Í GUCCI Theron var sumar­leg á dög­un­um í stutt­um og flegn­um kjól við frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar Gunman sem unnust­inn leik­ur í. ÖLL Í HVÍTU Fág­uð og nú­tíma­leg í hvítri dragt frá Bar­bara Bui.

Í STUTTU Leikkonan vakti mikla at­hygli þeg­ar hún klædd­ist þess­um gyllta Di­orkjól á sýn­ingu Christian Di­or á tísku­vik­unni í Pa­rís í fyrra­sum­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.