SKÖPUNARÞÖ­RFIN LIF­IR GÓÐU LÍFI

MÚSÍKTILRA­UNIR Fjöldi vin­sælla tón­list­ar­manna stíg­ur sín fyrstu skref í Mús­íktilraun­um sem lifa góðu lífi. Á morg­un verð­ur úr­slita­kvöld­ið hald­ið í Hörpu.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

rslit Mús­íktilrauna fara fram á morg­un, laug­ar­dag, en þær hafa ver­ið haldn­ar óslit­ið frá ár­inu 1982 ut­an árs­ins 1984 þeg­ar þær féllu nið­ur vegna verk­falls kenn­ara. Einn dóm­ara keppn­inn­ar er Kristján Kristjáns­son sem hef­ur fylgst með henni nán­ast frá upp­hafi auk þess sem hann hef­ur set­ið í dóm­nefnd henn­ar síð­an 1993. Það er óhætt að segja að Kristján hafi séð marga efni­lega tón­list­ar­menn þann nær ald­ar­fjórð­ung sem hann hef­ur dæmt en hann seg­ir Músíktilra­unir hafa haft mik­il áhrif á ís­lenskt tón­list­ar­líf. „Án þeirra hefðu margir þess­ara góðu tón­list­ar­manna og -kvenna hugs­an­lega ekki stig­ið sín fyrstu skref. Auð­vit­að hefðu margir þeirra kom­ið fram með öðr­um hætti en á Mús­íktilraun­um geta all­ir ný­lið­ar tek­ið þátt. Tón­list­ar­brans­inn og fjöl­miðl­ar fylgj­ast líka vel með keppn­inni og gefa þeim sveit­um sem gengur vel mörg tæki­færi.“

Hann seg­ir dómgæsl­una alltaf jafn skemmti­lega þótt ár­in séu orð­in 23. „Það er alltaf jafn gam­an að dæma enda gott fólk og góður andi í dóm­nefnd þar sem mik­ið er spáð og rök­rætt. Að keppn­inni kem­ur síð­an frá­bært starfs­fólk en öll vinn­an fer fram í sjálf­boða­vinnu. Stemn­ing­in er því alltaf góð enda sprett­ur keppn­in og þátt­taka fólks af brenn­andi áhuga á tónlist og keppn­inni sjálfri.“

Þeg­ar Kristján hóf störf í dóm­nefnd und­ir lok síð­ustu ald­ar voru kvöld­in mun lengri og ekki eins mik­il fag­mennska þeg­ar kom að um­gjörð og hljóð­gæð­um. „Kvöld­in stóðu oft fram yf­ir mið­nætti. Þá máttu all­ir spila þrjú lög og skipti engu máli þótt hvert þeirra væri fimmtán mín­út­ur. Einnig var sjald­gæft að sjá fólk yf­ir 25 ára í saln­um. Í dag eru tíma­tak­mörk hjá sveit­um og öll um­gjörð mun betri varð­andi skipu­lagn­ingu og hljóð auk þess sem for­eldr­ar og ætt­ingj­ar eru oft með­al áhorf­enda. En þótt stemm­ing­in sé önn­ur er hún alltaf góð enda mik­il eft­ir­vænt­ing í loft­inu. Fyrst og fremst upp­lifi ég stemm­ingu yf­ir fjöl­breyttri tónlist og þú veist eig­in­lega aldrei hvað kem­ur næst á svið.“

FÁIR FULLMÓTAÐI­R

Að­spurð­ur um eft­ir­minni­leg­ustu tón­leik­ana seg­ir hann margt standa upp úr. „Sjálfsagt hef ég séð stór­an hluta af tón­list­ar­mönn­um dags­ins í dag stíga sín fyrstu skref. Það er líka mjög gam­an að fylgj­ast með fram­förum tón­list­ar­manna eft­ir Músíktilra­unir. Fáir koma fullmótaði­r fram þar en þær verða oft til að hvetja fólk til halda áfram og þróa tón­list­ina. Til dæm­is var Of Monsters and Men mjög góð á Mús­íktilraun­um og sigr­aði nokk­uð örugg­lega. Þeg­ar sveitin spil­aði sem gesta­sveit ári síð­ar sá mað­ur hversu gríð­ar­leg­um fram­förum hún hafði tek­ið. Jónsi úr Sig­ur Rós tók upp­haf­lega þátt með sveit­inni Bee-spi­ders og Ás­geir Trausti vakti fyrst at­hygli í Lo­vely Li­on og svo mætti lengi telja. Mín­us og Botn­leðja áttu mjög góð úr­slita­kvöld og svo er alltaf gam­an að sjá hve marg­ar sveit­ir verða þekkt­ar eft­ir sig­ur­inn.“

Tón­list­ar­brans­inn hef­ur tek­ið mjög mikl­um breyt­ing­um und­an­far­in ár en þó seg­ir Kristján stöðu Mús­íktilrauna jafn sterka og áð­ur, ef ekki sterk­ari. „Þótt neysla tón­list­ar breyt­ist er þörf­in fyr­ir að búa til tónlist alltaf sú sama. Tækn­in er verk­færi til að búa til tónlist en sköp­un­in kem­ur alltaf frá lista­mann­in­um sjálf­um. Í dag er auð­veld­ara að taka upp tónlist og setja á net­ið, en að koma sér á fram­færi er svo ann­að mál. Músíktilra­unir eru þannig góður vett­vang­ur fyr­ir ungt tón­listar­fólk og skip­ar að mínu mati stór­an sess í menn­ing­ar­lífi okk­ar.“

Loka­keppn­in hefst kl. 17 á morg­un og kost­ar 1.500 kr. inn. Úrslita­kvöld­inu verð­ur út­varp­að á Rás 2 og sýnt síð­ar í Rík­is­sjón­varp­inu. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um keppn­ina má finna á www. musiktilra­un­ir.is, á face­book og twitter (@ Musiktilra­un­ir).

MYND/PJETUR

REYNSLUBOL­TINN „Þótt neysla tón­list­ar breyt­ist er þörf­in fyr­ir að búa til tónlist alltaf sú sama,“seg­ir Kristján Kristjáns­son, einn með­lima dóm­nefnd­ar Mús­íktilrauna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.