ALLT ÞAÐ BESTA Á EIN­UM DISKI

CULIACAN KYNNIR Nú fást þrír vin­sæl­ustu rétt­irn­ir á ein­um platta hjá Culiacan. Fjöl­skyldu­til­boð verða um helg­ina og þar er góð að­staða fyr­ir börn.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Veit­inga­stað­ur­inn Culiacan hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda með­al lands­manna en stað­ur­inn býð­ur upp á ljúf­feng­an mexí­kósk­an mat. Mik­il áhersla er lögð á að elda ein­ung­is úr há­gæða hrá­efni og eru til dæm­is all­ar salsasós­ur og guaca­mole unn­ið frá grunni á hverj­um degi. Sól­veig Guð­munds­dótt­ir, stofn­andi Culiacan, seg­ir alla rétt­ina inni­halda mik­ið af fersku og hollu græn­meti í bland við kjúk­linga­bring­ur, nauta­hakk og nauta­kjöt.

Ný­lega bætti stað­ur­inn nýj­um rétti við á mat­seð­il­inn sem hef­ur held­ur betur sleg­ið í gegn. „Um er að ræða skemmti­leg­an rétt sem við köll­um Smá­rétta HotPla­te. Þetta er platti sem bor­inn er á borð og inni­held­ur þrjá af vin­sæl­ustu rétt­um okk­ar; Qu­es­a­dillas með pirip­iri-sósu, Hot Nachos og Enchilada. Rétt­ur­inn hef­ur feng­ið góð­ar mót­tök­ur og okk­ur finnst gam­an að geta boð­ið við­skipta­vin­um okk­ar að smakka marga rétti í einni mál­tíð.“

Culiacan er þekkt­ur fyr­ir bæði holla og góða rétti sem margt íþrótta­fólk sæk­ir mik­ið í. „Við höf­um þró­að sér­staka rétt fyr­ir vissa hópa íþrótta­fólks. Með­al ann­ars bjóð­um við upp á Enchilada hlaup­ar­ans sem er orð­inn einn vin­sæl­asti rétt­ur­inn okk­ar í dag. Hann er mjög mat­ar­mik­ill og bragð­góð­ur og hef­ur ver­ið mjög vin­sæll hjá íþrótta­fólki og einnig öðr­um við­skipta­vin­um.“

Í fyrra var stað­ur­inn stækk­að­ur þar sem góðu leik­svæði fyr­ir börn­in var með­al ann­ars bætt við. „Nú bjóð­um við líka upp á vin­sæl­an fjöl­skyldupakk­a sem inni­held­ur tvo Classic Bur­ritos, tvo Mini Bur­ritos, nachos og ostasósu. Þessa helg­ina verð­ur fjöl­skyldupakk­inn á 3.990 kr. auk þess sem hægt er að fá eins platta með Qu­es­a­dillas á sama verði.“

Culiacan er til húsa á Suð­ur­lands­braut 4a í Reykja­vík. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á www.culiacan.is og á Face­book (Culiacan HollurogGó­ð­ur).

MYNDIR/ÚR EINKASAFNI

GÆÐAMATUR Mik­il áhersla er lögð á að elda ein­ung­is úr há­gæða hrá­efni að sögn Sól­veig­ar Guð­munds­dótt­ur hjá Culiacan.

FYR­IR BÖRN­IN Góð að­staða fyr­ir börn er á veit­inga­stað Culiacan.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.