UM­FERЭIN VÉK FYR­IR HJART­ANU

BREYT­ING­AR Ragn­heið­ur Davíðs­dótt­ir var eitt helsta andlit um­ferðarör­ygg­is á land­inu um ára­tuga­skeið. Núna starfar hún hjá Krafti, stuðn­ings­fé­lagi ungs fólks sem greinst hef­ur með krabba­mein og að­stand­end­um þess, auk þess að vera í há­skóla­námi.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Ragn­heið­ur hef­ur starf­að sem fram­kvæmda­stjóri Krafts í tæp tvö ár og seg­ir það af­ar áhuga­vert starf. „Það er kannski merki­legt en þetta er ekk­ert svo ósvip­að fyrra starfi mínu. Í báð­um til­fell­um er ég að berj­ast fyr­ir ákveðn­um hags­mun­um. Hjá VÍS var ég alltaf að búa til for­varn­ar­efni um­ferð­ar­mála og var í sam­bandi við ein­stak­linga sem höfðu lent í al­var­leg­um slys­um. Hér hjá Krafti er ég í sam­bandi við ungt fólk sem glím­ir við al­var­leg­an sjúk­dóm. Aft­ur á móti er Kraft­ur góð­gerð­ar­fé­lag sem nýtur mik­ill­ar vel­vild­ar en trygg­inga­fé­lög eru alltaf um­deild,“út­skýr­ir Ragn­heið­ur. „Þetta starf get­ur ver­ið ansi erfitt. Það er átak­an­legt þeg­ar ungt fólk grein­ist með krabba­mein. Mað­ur upp­lif­ir sorg­ina sem fylg­ir því að grein­ast. Einnig finn ég sterkt hversu víð­tæk áhrif þetta hef­ur á alla fjöl­skyld­una. Það hjálp­ar manni að hafa langa reynslu af því að um­gang­ast fólk sem hef­ur misst ein­hvern ná­kom­inn, slasast eða jafn­vel orð­ið fatl­að eft­ir bíl­slys.“

Þeg­ar Ragn­heið­ur er spurð hvort hún sakni þess að vasast í um­ferð­ar­mál­um, svar­ar hún því neit­andi. „Ætli það hafi ekki ver­ið kom­inn tími á breyt­ing­ar,“seg­ir hún. „Ég hafði aldrei ætl­að að helga líf mitt um­ferð­ar­mál­um. Það æxl­að­ist þó þannig, fyrst sem lög­reglu­mað­ur, svo starfs­mað­ur Um­ferð­ar­ráðs, blaða­mað­ur og loks for­varn­ar­full­trúi VÍS,“seg­ir Ragn­heið­ur sem var ein af fyrstu lög­reglu­kon­um lands­ins. „Ég hef alltaf starf­að í þess­um karllæga heimi, ef hægt er að segja svo. Núna finnst mér ég vinna með hjart­anu. Þetta er krefj­andi starf en sömu­leið­is gef­andi.“

PENINGAR EÐA FOR­VARN­IR

Ragn­heið­ur hætti ekki sjálf­vilj­ug hjá VÍS held­ur var henni sagt upp. „Mér var sagt upp störf­um eft­ir fimmtán ára starf. Það helg­að­ist af áherslumun á milli mín og nýrra eig­anda VÍS. Þeir hugs­uðu fyrst og fremst um af­komu og hagn­að á með­an ég vildi halda áfram góðu for­varn­ar­starfi í þágu allra lands­manna en ekki bara með­al við­skipta­vin­anna. Það kost­ar pen­inga að halda úti góðri ímynd fyr­ir­tæk­is. Ég varð hins veg­ar mjög hissa þeg­ar mér var sagt upp. Á því átti ég ekki von. For­varn­ar­starf VÍS var ákveð­ið braut­ryðj­endastarf og mér tókst að gera það áber­andi í sam­fé­lag­inu. Fyr­ir­tæk­ið var bara ekki það sama eft­ir eig­enda­skipti. Það veit eng­inn sinn næt­urstað þeg­ar eig­enda­skipti verða í fyr­ir­tækj­um hér á landi. Ný­ir stjórn­end­ur koma með nýja siði.“

MYND/GVA

FORDÓMAR Það kom Ragn­heiði mik­ið á óvart hvað kennital­an skipt­ir miklu máli þeg­ar sótt er um vinnu. „Ég sótti um marg­ar stöð­ur og komst oft í viðtal en ekki meira. Til dæm­is sótti ég tvisvar um stöðu fræðslu­full­trúa hjá Um­ferð­ar­stofu en þeir höfðu ekki...

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.