LEYFÐU ÞÉR SMÁ UM PÁSKANA

GENG­UR VEL KYNNIR Próg­astró DDS+3 góð­gerl­ar byggja upp heil­brigða melt­ing­ar­flóru svo að þú get­ir not­ið páska­há­tíð­ar­inn­ar án upp­þembu og ónota.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Heil­brigð melt­ing­ar­flóra er ein af und­ir­stöð­um góðr­ar heilsu. Með inn­töku góð­gerla styrk­ir þú ónæmis­kerf­ið og bygg­ir upp heil­brigða og sterka flóru í melt­ing­ar­veg­in­um sem er bet­ur í stakk bú­in til að tak­ast á við dag­legt amst­ur.

Það kann­ast flest­ir við ein­kenni þess að hafa borð­að of mik­ið á stór­há­tíð­um, vera út­blás­inn, illt í mag­an­um og finna fyr­ir van­líð­an. Tvö hylki af Próg­astró DDS+3 fyr­ir stóra mál­tíð get­ur létt veru­lega á melt­ing­unni og þá sér­stak­lega ef á boð­stól­um er reykt kjöt, feit­ar sós­ur og því um líkt. Próg­astró DDS+3 er einn öfl­ug­asti asíd­ófílus­inn á mark­aðn­um í dag. Hann inni­held­ur fjór­ar teg­und­ir af góð­gerl­um sem eru bæði gall- og sýru­þoln­ir, marg­falda sig í smá­þörm­un­um og koma þeim í frá­bært jafn­vægi. Mag­inn verð­ur glað­ur og við með!

AF HVERJU SÝRU- OG GALLÞOLNIR GERLAR?

Mik­il­vægt er að gerl­arn­ir sem tekn­ir eru séu sýru- og gallþolnir því mag­inn inni­held­ur mikla sýru og próbíó­tísku gerl­arn­ir eiga mjög erfitt með að lifa af í því háa sýru­stigi sem fyr­ir­finnst í mag­an­um. Þörf­in fyr­ir góð­gerl­ana er í smá­þörm­un­um og því þurfa þeir að lifa af ferð­ina í gegn­um súr­an mag­ann. Dr. S.K. Dash, höf­und­ur Próg­astró DDS+3, hef­ur þró­að tækni sem ger­ir alla hans gerla sýru­þolna. Próg­astró DDS+3 glas­ið þarf ekki nauð­syn­lega að geyma í kæli en eft­ir opn­un er þó ráðlagt að geyma það í kæli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.