UMGJARÐIR ÚR KROSSLÍMDU­M VIÐI

ÍS­LENSK HÖNN­UN Sverr­ir Har­alds­son tré­smið­ur gerði sér sólgler­augu úr krosslímdu­m viði fyr­ir þrem­ur ár­um. Smíð­in vakti at­hygli og er nú orð­in að línu um­gjarða sem Sverr­ir kall­ar Har Eyewe­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Þetta byrj­aði sem áhuga­mál, bara til að smíða gler­augu fyr­ir mig sjálf­an. Það vatt upp á sig, fólki fannst þetta flott svo ég fór að hanna meira og úr fleiri við­ar­teg­und­um,“seg­ir Sverr­ir Har­alds­son tré­smið­ur en hann kynnti fjórðu um­gjarð­irn­ar, Ló­una, í línu gler­augnaum­gjarða úr krosslímdu­m viði á liðn­um HönnunarMa­rs. Lín­una kall­ar hann HAR Eyewe­ar og sér um alla hönn­un og smíði sjálf­ur á litlu verk­stæði í Hafnar­firði.

„Kross­límd­ur við­ur er miklu sterk­ari en ann­ar. Ég lími sam­an spón í mót, um 0,5 mm á þykkt og hef yf­ir­leitt hlyn sem milli­lag en hann er mjög sterkur. Þannig get ég haft um­gjarð­irn­ar þunn­ar og létt­ar en gler­aug­un eru ekki nema um 17 grömm að þyngd. Vinnsl­an er ekki ósvip­uð og við smíði á hjóla­brett-

MYND/VALLI

ÁHUGAMÁLIÐ VATT UPP Á SIG Sverr­ir Har­alds­son tré­smið­ur smíð­aði sér sólgler­augu úr krosslímdu­m viði fyr­ir þrem­ur ár­um. Um­gjarð­irn­ar vöktu at­hygli og nú er hann kom­inn með gler­augnalínu sem hann kall­ar Har Eyewe­ar.

HAR EYEWE­AR Lín­an hef­ur vak­ið at­hygli. Á liðn­um HönnunarMa­rs kynnti Sverr­ir við­bót við lín­una og er von á fleiri nýj­ung­um í sum­ar. Har Eyewe­ar er á Face­book en heima­síða er í smíð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.