VALDI KJÓLINN ÚT FRÁ KRANSINUM

BRÚЭKAUP Ás­laug Karls­dótt­ir og Birk­ir Árna­son giftu sig í júní í fyrra. Ás­laug var í blúndukjól með blómakr­ans í hár­inu en brúð­ar­kjól­ar sett­ir blúnd­um og lif­andi blóm í hári hafa ver­ið áber­andi í brúð­ar­tísk­unni að und­an­förnu.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Ás­laug Karls­dótt­ir og Birk­ir Árna­son giftu sig í Prest­bakka­kirkju á Kirkju­bæj­arklaustri 7. júní í fyrra og slógu upp veislu í hlöð­unni í Efri-Vík að at­höfn lok­inni. Ás­laug hef­ur lok­ið grunn­námi í sál­fræði en Birk­ir, sem er slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­mað­ur hjá Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, er í bráða­tækni­námi í Banda­ríkj­un­um og eru þau hjón­in bú­sett þar í dag. Ás­laug fékk blúndukjól­inn sem hún klædd­ist á net­inu en hann var val­inn með hlið­sjón af kransinum sem hún var strax ákveð­in í að bera. Brúð­kaups­tím­inn fer senn í hönd og eru margir farn­ir að huga að und­ir­bún­ingi. Ás­laug féllst á að svara nokkr­um spurn­ing­um um brúð­kaup­ið og gefa um leið góð ráð.

Við héld­um veisl­una í hlöðu sem eitt og sér gaf skemmti­lega stemn­ingu. Við höfð­um ákveðn­ar hug­mynd­ir um veisl­una í upp­hafi og hlað­an féll vel að þeim. Við skreytt­um hana með fána­lengj­um og ljósaserí­um til þess að skapa róm­an­tíska stemn­ingu. Við not­uð­um ein­falt og hrátt efni í skreyt­ing­ar og feng­um lán­uð ljós­ker, loð­feldi og fleira sem okk­ur þótti passa. Við vor­um mjög ánægð með út­kom­una og þótti það draumi lík­ast að koma inn í full­bú­inn sal­inn. Þá var brúð­ar­bíll­inn af óvenju­legu tagi en eft­ir at­höfn­ina beið okk­ar slökkvi­bíll á plan­inu. Það vakti mikla lukku hjá gest­un­um þeg­ar við vipp­uð­um okk­ur upp í bílinn og keyrð­um á brott með blikk­andi ljós og gjallandi lúðra.

Birk­ir eru upp­al­inn á Kirkju­bæj­arklaustri. Við kynnt­umst fyr­ir tíu ár­um þeg­ar ég og vin­kona mín fór­um þang­að að vinna yf­ir sumar­ið. Við trú­lof­uð­um okk­ur svo á að­fanga­dags­kvöld 2013 og fór­um fljót­lega að huga að brúð­kaupi.

Göm­ul skóla­syst­ir mín, Gyða Lóa Ólafs­dótt­ir, sá um að út­búa þá fyr­ir mig og dótt­ur okk­ar Sonju Björt Birk­is­dótt­ur. Hún notaði villt blóm sem hún tíndi sjálf í bland við blóm úr blóma­búð. Ég var al­veg í skýj­un­um með út­kom­una. Í und­ir­bún­ingn­um varð ég fljót- lega al­veg heill­uð af blóma­kröns­um og var það að vera með krans með því fyrsta sem ég ákvað í tengsl­um við brúð­kaup­ið. Kjóll­inn, skórnir og fylgi­hlut­irn­ir voru svo vald­ir út frá því. Ég pant­aði hann á vef­síð­unni Revolve Clot­hing. Við keypt­um þau hjá Kor­máki og Skildi.

KEYPTUR Á NET­INU Kjólinn keypti Ás­laug á vef­síð­unni Revolve Clot­hing en sí­fellt al­geng­ara er að kon­ur kaupi brúð­ar­kjóla á net­inu.

VAKTI MIKLA LUKKU Brúð­hjón­anna beið slökkvi­liðs­bíll eft­ir at­höfn­ina. Þau óku hon­um á brott í veisl­una með blikk­andi ljós og gjallandi lúðra.

HLÖÐUVEISL­A Hlað­an var með­al ann­ars skreytt með fána­lengj­um og ljósaserí­um. Út­kom­an var að sögn Ás­laug­ar draumi lík­ust.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.