INNBLÁSTUR FRÁ NÁTT­ÚR­UNNI

VERÐLAUNAB­ÓK Ís­lensk mat­reiðslu­bók hlaut á dög­un­um al­þjóð­leg mat­ar­bóka­verð­laun. Auk upp­skrifta er lögð áhersla á lands­lags­mynd­ir og fróð­leik.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Fyrr í vik­unni hlaut mat­reiðslu­bók Gunn­ars Karls Gísla­son­ar, mat­reiðslu­meist­ara á Dill Restaurant, og Jo­dy Ed­dy rit­höf­und­ar mat­ar­bóka­verð­laun Al­þjóða­sam­bands mat­reiðslu­meist­ara í flokki al­þjóð­legra mat­reiðslu­bóka. Bók­in, sem ber heit­ið North: The New Nordic Cuis­ine of Ice­land, tók tvö ár í smíði og inni­held­ur sögu veit­inga­stað­ar­ins Dill ásamt upp­skrift­um það­an en ekki síð­ur ít­ar­lega um­fjöll­un um þá góðu birgja og fram­leið­end­ur sem veit­inga­stað­ur­inn hef­ur skipt við und­an­far­in ár.

„Draum­ur minn var alltaf að gera óhefð­bundna mat­reiðslu­bók þar sem áherslan væri ekki síð­ur á sam­starfs­fé­laga okk­ar sem alla tíð hafa hald­ið sterkt í ís­lensk­ar hefð­ir. Þannig er mat­reiðslu­bók­in blanda af skemmti­leg­um upp­skrift­um, fróð­leik og ekki má gleyma öll­um þeim fal­legu lands­lags­mynd­um sem prýða bók­ina.“

Kveikj­una að mat­reiðslu­bók­inni má rekja til sam­starfs höf­und­anna fyr­ir nokkr­um ár­um. „Jo­dy starf­aði sem rit­stjóri hjá ART Culin­ary sem var að skrifa grein um ís­lenska veit­inga­staði. Dill kom þar við sögu og hún reynd­ist hrif­in af staðn­um. Stuttu síð­ar hafði hún sam­band og spurði mig hvort við vild­um vera með í mat­reiðslu­bók þar sem nokkr­ir ólíkir veit­inga­stað­ir áttu efni. Við vinnslu henn­ar sát­um við yf­ir spjalli eitt kvöld­ið þar sem hún spurði mig hvort ég hefði áhuga á að gera eig­in mat­reiðslu­bók. Ég sagði henni frá hug­mynd minni sem ég taldi þá of dýra fyr­ir ís­lenska mark­að­inn en hún stakk upp á því að gefa hana út er­lend­is í stað­inn. Hug­mynd­in kom mér í opna skjöldu enda hafði mér aldrei dott­ið það í hug. Úr varð að við ákváð­um að gefa út bók sam­an og vinna við gerð henn­ar hófst fljót­lega. Í kjöl­far­ið feng­um við okk­ur um­boðs­mann í Banda­ríkj­un­um og sett­um allt í gang.“

FRAM ÚR VON­UM

Jo­dy kom fimm sinn­um til lands­ins ásamt ljós­mynd­ara bók­ar­inn­ar og ferð­uð­ust þau þrjú að sögn Gunn­ars tvo hringi kring­um land­ið. „Við tók­um mörg við­töl við fram­leið­end­ur víða um land við iðju sína en líka mjög marg­ar fal­leg­ar lands­lags­mynd­ir. Dill hef­ur alltaf sótt innblástur í ís­lenska ómeng­aða nátt­úru og því vild­um við gera mik­ið úr fal­leg­um lands­lags­mynd­um.“

All­ar upp­skrift­ir bók­ar­inn­ar eru úr smiðju Dills en Gunn­ar seg­ist hafa graf­ið upp alla mat­seðla stað­ar­ins frá upp­hafi. „Ég valdi alla upp­á­halds­rétt­ina mína en þeir eru af öll­um gerð­um, bæði ein­fald­ir og flókn­ir. En burt­séð frá því hvort fólk hef­ur gam­an af upp­skrift­um eða ekki þá inni­held­ur bók­in mik­ið les­mál og fróð­leik.“

Að sögn Gunn­ars munu verð­laun­in vafa­laust hafa mik­il og já­kvæð áhrif á sölu bók­ar­inn­ar og um leið gefa höf­und­un­um tveim­ur byr und­ir báða vængi varð­andi frek­ari út­gáfu. „Þessi verð­laun eru ein af stærstu mat­ar­bóka­verð­laun­um í Banda­ríkj­un­um og því eðli­lega mik­ill heið­ur fyr­ir okk­ur tvö. Bók­in fór í sölu ytra í sept­em­ber og hef­ur sal­an far­ið fram úr björt­ustu von­um okk­ar og út­gef­anda okk­ar sem er í skýj­un­um yf­ir þess­um ár­angri. Nú er ég far­inn að und­ir­búa næstu bók en á þessu stigi er of snemmt að segja hvernig hún verð­ur enda veit ég það varla sjálf­ur. Hún mun þó vafa­laust ein­blína á ein­fald­ari mat.“

MIK­IL FJÖL­BREYTNI „Þannig er mat­reiðslu­bók­in blanda af skemmti­leg­um upp­skrift­um, fróð­leik og ekki má gleyma öll­um þeim fal­legu lands­lags­mynd­um sem prýða bók­ina.”

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.