MISSKILJA EÐLI VANVIRKS SKJALDKIRT­ILS

HEILSA Vanstarf í skjald­kirtli hef­ur mik­ið ver­ið til um­ræðu í frétta­veit­um og sam­fé­lags­miðl­um und­an­far­ið. Um­ræð­an er þörf en mis­skiln­ing­ur á eðli sjúk­dóms­ins virð­ist vera út­breidd­ur, seg­ir Ari Jó­hann­es­son, sér­fræðilækn­ir á Land­spít­ala og klín­ísk­ur dós­ent

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Vanstarf í skjald­kirtli, öðru nafni skjald­vaka­brest­ur er al­geng­ur kvilli. Helstu ein­kenni eru þreyta, kul­vísi, stoð­kerf­is­verk­ir, þyngd­ar­aukn­ing, hægðat­regða, lækk­að geðslag og gleymska. Sömu ein­kenni, eitt eða fleiri, hrjá auð­vit­að miklu fleiri en þá sem hafa skjald­vaka­brest,“seg­ir Ari. Hann út­skýr­ir að í skjald­vaka­bresti mæl­ist skjald­kirt­ils­horm­ón­ið týroxín (T4) und­ir mörk­um og skjald­kirt­ils­örvinn TSH yf­ir mörk­um. „Upp­bót­ar­með­ferð er með T4 sem eft­ir inn­töku breyt­ist í þríjoð­ótýronín (T3) sem er hið virka skjald­kirt­ils­horm­ón. Efna­hvörf­in eru und­ir stjórn stýri­kerf­is sem skammt­ar frumun­um hæfi­legt magn af T3. Með rétt­um skammti af T4 verða blóð­gildi eðli­leg og ein­kenni skjald­vaka­brests ganga í flest­um til­vik­um til baka.“ Hvers vegna eru þá margir ein­stak­ling­ar á með­ferð við skjald­vaka­bresti óánægð­ir með líð­an sína þrátt fyr­ir eðli­leg blóð­gildi? „Á því geta ver­ið nokkr­ar skýr­ing­ar. Einkennin geta til dæm­is staf­að frá öðr­um, ógreind­um sjúk­dóm­um. Hér má nefna aðra sjálfsof­næm­is­sjúk­dóma, vefjagigt og þung­lyndi. Þeg­ar bati læt­ur á sér standa þrátt fyr­ir eðli­leg blóð­gildi ætti frek­ar að leita annarra skýr­inga á van­líð­an við­kom­andi en að auka skammta eða bæta T3 við T4 eins og tölu­vert er kall­að eft­ir. Rann­sókn­ir hafa al­mennt ekki stutt það að sam­sett með­ferð sé ár­ang­urs­rík­ari og fag­fé­lög um skjald­kirt­ils­sjúk­dóma hafa álykt­að að með­ferð með T4 ein­göngu nægi oft­ast við skjald­vaka­bresti,“svar­ar Ari en bend­ir á að þau úti­loki þó ekki að ein­staka sjúk­ling­ur þurfi á sam­settri með­ferð að halda en Ari kall­ar eft­ir hald­betri sam­an­burðar­rann­sókn­um. Hvað með skjald­vaka­brest af teg­und 2 sem mik­ið er til um­ræðu? „Kenn­ing­in um þetta er upp­runn­in í Banda­ríkj­un­um og sam­kvæmt henni eru frum­ur lík­am­ans ónæm­ar fyr­ir áhrif­um skjald­kirt­ils­horm­óna vegna stökk­breyt­inga í hvat­ber­um og eiturá­hrifa úr um­hverf­inu. Ekki verð­ur breyt­ing á skjald­kirt­ils­horm­ón­um í blóði og því er mæl­ing þeirra gagns­laus. Skjald­vaka­brest­ur af teg­und 2 er að sögn miklu al­geng­ari en venju­leg­ur skjald­vaka­brest­ur. Því mið­ur finn­ast ekki í ritrýnd­um tíma­rit­um nein­ar rann­sókn­ir sem sanna kenn­ing­una,“svar­ar Ari. Meint við­nám eigi síð­an að vera hægt að yf­ir­vinna með lyf­inu Armour sem unn­ið er úr skjald­kirtl­um svína og inni­held­ur bæði T3 og T4 og hef­ur feng­ist flutt inn á und­an­þágu. „Sama gild­ir um lyf­ið Tiroi­de sem einnig er sam­sett lyf. Ávís­un­um á þessi lyf hef­ur fjölg­að mjög á síð­ast­liðn­um tveim­ur ár­um. Margir hafa lýst yf­ir ánægju með lyf­in en þar ber að at­huga tvennt. Í fyrsta lagi get­ur ver­ið um lyf­leysu­áhrif að ræða þar sem ein­kenna­bati er tölu­verð­ur í upp­hafi en dvín­ar með tím­an­um. Í öðru lagi er hærra hlut­fall T3/T4 í Armour og Tiroi­de en í skjald­kirtli manna og margir sem nota þessi lyf eru með hærri T3-þéttni í blóði en eðli­legt er og finna fyr­ir væg­um örv­andi áhrif­um. Vand­inn er sá að þeg­ar frá líður er hætt við að áhrif langvar­andi ofskömmt­un­ar T3 komi fram, líkt og hjart­slátt­ar­trufl­an­ir, bein­þynn­ing og al­menn van­líð­an. Ég veit ekki um nokk­urn ís­lensk­an sér­fræð­ing í innkirtla­sjúk­dóm­um sem tel­ur hag skjól­stæð­inga sinna betur borg­ið með töku þess­ara lyfja, hvað þá held­ur að rétt­læt­an­legt sé að ávísa þeim til ein­stak­linga með eðli­leg skjald­kirt­ils­próf. Það gera hins veg­ar sum­ir ís­lensk­ir lækn­ar og þeir þurfa vissu­lega að hugsa sinn gang,“seg­ir Ari með áherslu. Ný­lega var greint frá því að haf­in væri inn­lend fram­leiðsla á töfl­um sem unn­ar eru úr skjald­kirtli slát­ur­dýra. Hvað viltu segja um það? „Mig rak eig­in­lega í rogastans þeg­ar ég frétti af þessu. Ekki síst vegna þess að af­urð­ina átti að mark­aðs­setja sem fæðu­bót­ar­efni sem er öld­ung­is frá­leitt. Hvernig get­ur sama efn­ið þurft að fara í gegn­um form­legt lyfja­skrán­ing­ar­ferli er­lend­is en feng­ið grænt ljós hér sem fæðu­bót­ar­efni? Ég er hrædd­ur um að það ágæta fólk sem stend­ur að verk­efn­inu hafi ein­hvers stað­ar feng­ið ranga ráð­gjöf.“

Ari seg­ir nýj­asta kafl­ann í mis­notk­un skjald­kirt­ils­horm­óna vera frá­sagn­ir af inn­töku á T3 sem smygl­að er til lands­ins og gengur að sögn kaup­um og söl­um milli manna. „Ný­lega fengu tveir ein­stak­ling­ar hættu­leg­ar hjart­slátt­ar­trufl­an­ir vegna eitr­un­ar af völd­um slíkra lyfja eins og greint var frá í fjöl­miðl­um og fleiri al­var­leg dæmi má finna. Vart þarf að taka fram hve af­drifa­rík slík notk­un get­ur ver­ið og brýna nauð­syn ber til að upp­ræta hana.“

AL­GENG­UR SJÚK­DÓM­UR Helstu ein­kenni vanvirks skjaldkirt­ils eru þreyta, kul­vísi, stoð­kerf­is­verk­ir, þyngd­ar­aukn­ing, hægðat­regða, lækk­að geðslag og gleymska.

MYND/VALLI

ÞÖRF UM­RÆÐA Vanstarf í skjald­kirtli er al­geng­ur kvilli og því af­ar þarft að um­ræða um hann fari fram. Ari Jó­hann­es­son, sér­fræðilækn­ir á Land­spít­ala, seg­ir þó marga misskilja eðli sjúk­dóms­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.