MYND­AR NÚTÍMA DISNEY-PRINSESSUR

LJÓS­MYND­UN Heida Hrönn Björns­dótt­ir vinn­ur að ljós­myndaseríu með nútíma Disney-prins­ess­um. Mynd af Arí­el rat­aði inn á vef ít­alska Vogue.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

g hef ver­ið að­dá­andi Disney-mynda alla tíð en horfði ótæpi­lega á slík­ar kvik­mynd­ir þeg­ar tvíburarni­r mínir voru litl­ir. Fyr­ir nokkr­um ár­um fædd­ist sú hug­mynd að búa til ljós­myndaseríu með Disney-prins­ess­um,“seg­ir Heida sem tek­ur myndir und­ir merk­inu Heida HB. Þeg­ar hún fór að skoða mál­in sá hún að margir höfðu reynt sig við prins­ess­urn­ar í gegn­um tíð­ina en oft­ast voru þær í full­um skrúða. „Mig lang­aði að gera þetta að­eins öðru­vísi og færa þær meira inn í nú­tím­ann,“seg­ir hún.

Heida fékk til liðs við sig stíl­ist­ann Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur sem rek­ur fyr­ir­tæk­ið Bellu og sér­hæf­ir sig með­al ann­ars í að búa til kjóla fyr­ir sam­kvæm­is­dansa. „Ásta er frá­bær og ég hef gef­ið henni frjáls­ar hend­ur með stílíser­ing­una. Einu kröf­urn­ar sem ég set er að það sjá­ist glögg­lega á mynd­inni um hvaða prins­essu er að ræða. Þá vil ég líka að lita­þem­að í mynd­inni sé það sama og í upp­runa­legu teikni­mynd­un­um,“seg­ir Heida og tel­ur að Ástu hafi tek­ist full­kom­lega upp. „Ég fékk það stað­fest þeg­ar fjög­urra ára frænka mín kall­aði upp yf­ir sig: „Mamma, þetta er fró­sen!“þeg­ar hún sá mynd­ina af Elsu,“seg­ir Heida glett­in.

ARÍ­EL Í VOGUE

Heida hef­ur unn­ið að serí­unni í hálft ár og er verk­efn­ið vel á veg kom­ið en þó er enn langt í land. „Ég er bú­in með fimm prinsessur af tólf sem ég lagði upp með, þetta eru Mjall­hvít, Þyrnirós, Elsa, Es­mer­alda úr Hr­ingj­ar­an­um frá Notre Dame og Arí­el,“seg­ir Heida en mynd­in af litlu haf­meyj­unni var ný­lega birt á vef hins ít­alska Vogue. „Ég er nú langt í frá fyrsti Ís­lend­ing­ur­inn sem kem­ur mynd­um þar inn. Kári Sverr­is er með nokkr­ar myndir og Anna Ósk Erlings­dótt­ir er með fleiri blað­síð­ur hjá þeim. En að sjálf­sögðu kemst ekki hvað sem er þarna inn og ég er því ákaf­lega stolt af þeim mynd­um sem ég á hjá þeim,“seg­ir hún.

Mynd­in af litlu haf­meyj­unni er í raun sam­sett. „Ég tók mynd­ina af mód­el­inu, Liv Elísa­betu, í Sund­höll Hafn­ar­fjarð­ar en bak­grunn­ur­inn er mynd sem ég tók í Kúala Lúm­púr ár­ið 2009,“út­skýr­ir Heida. Ásta var eins og áð­ur stílisti mynd­ar­inn­ar og hann­aði með­al ann­ars bik­iní­ið sem Liv er í. Ið­unn Jónas­ar sá um förð­un­ina og Linda á Sprey hár­stofu í Mos­fells­bæ sá um hár­ið.

FAGRAR KON­UR

Heida seg­ist af­ar hepp­in með mann­skap­inn sem kem­ur að mynd­un­um, ekki síst er hún ánægð með það úr­val fyr­ir­sæta sem hafa stað­fest þátt­töku. „Ég er með all­ar fal­leg­ustu kon­ur lands­ins með mér,“seg­ir hún glað­lega, en það eru Liv Elísa­bet Frið­riks­dótt­ir, Svan­hild­ur Stein­arrs, Hanna Rún Bazev Óladóttir, Magda­lena Du­bik, Hjör­dís Björg Her­manns­dótt­ir, Tinna Ala­vis, Maria Ji­menez Pacifico, Berg­lind Elva Björns­dótt­ir og Að­al­heið­ur Rósa Harð­ar­dótt­ir.

MYND/HEIDA HB

LITLA HAFMEYJAN Mynd af Liv Elísa­betu Frið­riks­dótt­ur í gervi litlu haf­meyj­unn­ar Arí­el var birt á vef ít­alska Vogue.

HEIDA HB Heida Hrönn fæst við af­ar skemmti­legt Disneyprin­s­essu­verk­efni með­fram öðr­um störf­um sem ljós­mynd­ari.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.