SLÉTTARI HÚÐ Á HEIL­BRIGЭAN HÁTT

SNYRTISTOF­AN HAFBLIK KYNNIR Guð­rún Frið­riks­dótt­ir snyrti­fræði­meist­ari sér­hæf­ir sig í hljóð­bylgju- og húðslíp­un­ar­með­ferð­um sem eyða há­ræðasliti og gefa húð­inni meiri þétt­leika þannig að hún stinn­ist og verð­ur frísk­legri.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Snyrtistof­an Hafblik býð­ur upp á all­ar al­menn­ar snyrti­með­ferð­ir, svo sem lit­un og plokk­un, heit­stein­anudd, and­lits­með­ferð­ir og alls kyns lúxusmeð­ferð­ir. Auk þess sér­hæf­ir Guð­rún Frið­riks­dótt­ir, snyrti­fræði­meist­ari og eig­andi snyrti­stof­unn­ar, sig í hljóð­bylgju- og húðslíp­un­ar­með­ferð­um. „Hljóð­bylgju­með­ferð­in fjar­læg­ir há­ræðaslit í and­liti, á hálsi og bringu, há­ræða­stjörn­ur, blóð­blöðr­ur og skemmd­ir í húð eft­ir rós­roða,“seg­ir Guð­rún.

Húðslíp­un vinn­ur á hrukk­um, sól­ar­skemmd­um, öldrun­ar­blett­um, ör­um, augn­pok­um og þreyttri, sig­inni húð. Hún styrk­ir og stinn­ir húð­ina og end­ur­nýj­ar frá grunni. Til að fríska upp á húð­ina er til­val­ið að fara í eitt skipti í húðslíp­un. Ef hins veg­ar á að vinna á ein­hverj­um vanda­mál­um og ná fram besta mögu­lega ár­angri er gott að taka tíu með­ferð­ir í röð með fimm til sjö daga milli­bili. „Húðslíp­un er heil­brigð leið til að stinna og styrkja húð­ina. Ég tel að það sé mun betra að nota þá leið en til dæm­is að leggj­ast und­ir hníf­inn. Með því er ver­ið að strekkja og þynna húð­ina en með húðslíp­un er far­ið al­gjör­lega í hina átt­ina. Þá er ver­ið að örva alla frum­u­starf­semi þannig að húð­in þétt­ist og nær aft­ur stinn­leika og frísk­legu og ung­legu út­liti.“

Í húðslíp­un er sand­kristöll­um blás­ið á húð­ina og þannig eru all­ar dauð­ar húð­frum­ur slíp­að­ar burtu. „Húðslíp­un­in er mjög ár­ang­urs­rík því þeg­ar bú­ið er að slípa er nær­andi am­púla sett á húð­ina sem fer beint inn því húð­in er svo op­in. Því næst er líf­rænt vott­að­ur maski sett­ur á sem bygg­ir húð­ina upp og lok­ar henni þannig að hún verð­ur ekki rauð og við­kvæm á eft­ir held­ur frísk­leg og fín,“seg­ir Guð­rún.

Hljóð­bylgju­með­ferð gegn há­ræðasliti er mik­il ná­kvæmn­is­vinna því þá er unn­ið með punkt fyr­ir punkt á hverri há­ræð. „Eft­ir með­ferð hvítn­ar há­ræð­in en dag­inn eft­ir dökkn­ar svæð­ið aft­ur og verð­ur áber­andi í fimm til sjö daga. Að fjór­um vik­um liðn­um er ekki hægt að sjá nein merki um há­ræðaslit. Þó þarf stund­um tvær til þrjár með­ferð­ir til að loka há­ræð end­an­lega. Þetta er mjög ör­ugg og flott með­ferð sem hef­ur skil­að hundrað pró­sent ár­angri hjá öll­um þeim sem hafa kom­ið til mín í með­ferð í gegn­um ár­in.“

MYND/PJETUR

GUЭRÚN FRIЭRIKS­DÓTT­IR SNYRTI­FRÆÐI­MEIST­ARI seg­ir húðslíp­un­ar- og hljóð­bylgju­með­ferð­ir hjá henni hafa skil­að hundrað pró­sent ár­angri.

HÚÐSLÍP­UN Til að ná burtu gráma vetr­ar­ins og fríska upp á húð­ina er til­val­ið að fara í eitt skipti í húðslíp­un.

HÁRÆÐASLIT­SMEÐFERÐ Að fjór­um vik­um liðn­um er ekki hægt að sjá nein merki um há­ræðaslit.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.