100 KÍLÓ­METRA GÖNGUÁSKOR­UN

3,6 KÍLÓMETRAR Á DAG 100 kíló­metra áskor­un göngu­klúbbs­ins Ve­sens og ver­gangs og SÍBS hófst í vik­unni. Þátt­tak­end­ur setja sér það markmið að ganga 100 kíló­metra á 28 dög­um. Þeg­ar hafa 400 manns skráð sig til leiks.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Áskor­un SÍBS og göngu­klúbbs­ins Ve­sens og ver­gangs hófst form­lega á mið­viku­dag en að sögn Ein­ars Skúla­son­ar, stofn­anda göngu­klúbbs­ins, er fólk enn að slást í hóp­inn og ekk­ert mál að byrja seinna og lengja átak­ið í hinn end­ann sem því nem­ur. Göngu­klúbbur­inn Vesen og ver­gang­ur, sem hóf göngu sína fyr­ir tæp­um fjór­um ár­um, og SÍBS tóku hönd­um sam­an síð­ast­lið­ið haust og efndu til svo­kall­aðr­ar haustáskor­un­ar. Hún var hugs­uð fyr­ir þá sem voru að stíga sín fyrstu skref í göngu og jafn­vel að stíga upp úr veikindum eða meiðsl­um. „Þátt­tak­an var mjög góð og end­ur­tók­um við leik­inn í vor. Nú ákváð­um við að ráð­ast í þriðja sam­starfs­verk­efn­ið og nú þeg­ar hafa um 400 skráð sig. Þótt við köll­um þetta fram­halds­verk­efni þá ætti þessi áskor­un að höfða jafnt til byrj­enda sem lengra kom­inna, enda nóg að ganga 3,6 kíló­metra á dag til að stand­ast áskor­un­ina. Þá er al­veg sama hvort geng­ið er á fjöll, jafn­sléttu, inn­an- eða ut­an­dyra enda er þetta ekki keppni held­ur áskor­un fyr­ir hvern og einn,“seg­ir Ein­ar.

Þátt­tak­end­ur eru þó hvatt­ir til að vera virk­ir á vegg við­burð­ar­ins og láta vita af afrakstri dags­ins. „Því fylg­ir bæði ákveð­ið að­hald og svo er ekki verra ef fólk deil­ir því hvernig gekk og líð­an­inni á eft­ir því betri líð­an er jú það sem við er­um að sækj­ast eft­ir.“

10 SKIPULAGÐA­R GÖNGUR

Þátt­tak­end­ur geta bæði geng­ið á eig­in veg­um eða tek­ið þátt í skipu­lögð­um göng­um á veg­um göngu­klúbbs­ins sem verða tíu tals­ins á tíma­bil­inu. Bæði er um að ræða styttri kvöld­göng­ur á virk­um dög­um í og við höf­uð­borg­ar­svæð­ið og lengri helgar­göng­ur á Suð­ur- og Vest­ur­landi. Markmið áskor­un­ar­inn­ar er að sögn Ein­ars að fólk geri göngur að dag­legri venju, efl­ist að lík­am­leg­um og and­leg­um styrk og kynn­ist skemmti­legu fólki í leið­inni.

AUЭVELT AÐ MÆLA

En hvernig eru vega­lengd­irn­ar mæld­ar? „Margir eru með snjallsíma eða -úr en það er þó alls ekki nauð­syn­legt enda hægt að not­ast við ým­iss kon­ar að­gengi­leg kort á net­inu til að reikna út vega­lengd­ir. Já.is er til dæm­is með mjög gott kort. Þar er mæli­stika sem er dreg­in á milli punkta til að reikna út kíló­metra­fjöld­ann. Land­mæl­ing­ar eru með sams kon­ar kort og sömu­leið­is Borg­ar­vef­sjá, Google maps og flest­öll sveit­ar­fé­lög,“út­skýr­ir Ein­ar. Hann seg­ir hins veg­ar oft geta ver­ið gam­an að nota snjall­tæk­in. „Það er hægt að hlaða nið­ur ýms­um skemmti­leg­um for­rit­um eins og til dæm­is Endomondo. Þar er hægt að „ sjá hvað mað­ur hef­ur far­ið hratt, hversu mik­il hækk­un var á leið­inni og ým­is­legt ann­að. Það krydd­ar auð­vit­að að­eins.“

TÆP TVÖ PRÓ­SENT ÞJÓЭAR­INN­AR Í KLÚBBNUM

Í dag eru um 5.700 með­lim­ir í göngu­klúbbi Ein­ars. „Þetta er í kring­um 1,7 pró­sent þjóð­ar­inn­ar þótt all­ur sá fjöldi hafi reynd­ar ekki mætt í göngur. Þetta hef­ur und­ið mik­ið upp á sig og í dag er það ekki að­eins ég sem skipu­legg göngur. Trausti Páls­son, einn með­lim­ur klúbbs­ins, hef­ur ver­ið með viku­leg­ar þriðju­dags­göng­ur og svo voru nokkr­ir í hópn­um sem tóku sig sam­an og fóru að skipu­leggja göngur fyr­ir vakta­vinnu­fólk og aðra sem eru laus­ir á dag­inn. Það hafa því sprott­ið ýms­ir ang­ar út frá þessu og við er­um oft með 4-5 göngur á viku.

Ein­ar á von á því að fram­hald verði á sam­starf­inu við SÍBS en markmið þeirra er að stuðla að auk­inni lýð­heilsu. Áhuga­sam­ir eru hvatt­ir til að ganga í hóp­inn 100 km áskor­un SÍBS og Ve­sens og ver­gangs á Face­book.

GÓÐUR FÉLAGSSKAP­UR Ein­ar seg­ir með­limi göngu­klúbbs­ins efl­ast bæði and­lega, lík­am­lega og fé­lags­lega. Það er ekki nóg með að fólk styrk­ist, kynn­ist land­inu, fái ferskt loft í lung­un og hraust­legt út­lit held­ur mynd­ast oft langvar­andi vina­bönd.“

EIN­AR SKÚLASON

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.