GAM­AN SAM­AN

FJÖLSKYLDU­HELGI Fjöldi skemmti­legra staða leyn­ist á og við höf­uð­borg­ar­svæð­ið sem gam­an er að heim­sækja með fjöl­skyld­unni. Gott er að skipu­leggja hvað eigi að gera í helg­ar­frí­inu með svo­litl­um fyr­ir­vara.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Flest­ir vilja nota frí­tíma sinn í það að vera með fjöl­skyldu sinni og eru börn og ung­ling­ar eng­in und­an­tekn­ing þar á. Rann­sókn­ir ís­lenskra fé­lags­vís­inda­manna sýna fram á að börn vilja að for­eldr­ar taki meiri þátt í lífi þeirra ut­an skóla og íþrótt­a­starfs. Þær Sig­ríð­ur Arna Sig­urð­ar­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og Lára Guð­rún Sig­urð­ar­dótt­ir lækn­ir eru höf­und­ar bók­ar­inn­ar Úti­vist og af­þrey­ing fyr­ir börn. Þær reyna að eyða sem mest­um tíma með börn­um sín­um og segja að sú hugs­un læð­ist reglu­lega að þeim hvernig börn­in eigi eft­ir að minn­ast æsk­unn­ar. Þær segja að til að það verði meira úr helg­un­um og frí­tím­an­um sé snið­ugt að skipu­leggja sam­veru með smá fyr­ir­vara. Til dæm­is sé hægt að búa til sam­veru­da­ga­tal og hafa þær ný­lok­ið við að gera slíkt daga­tal fyr­ir vor­ið og sumar­ið með sín­um börn­um. „Á list­ann er kom­ið origa­mi, fiski-spa, heiti læk­ur­inn í Reykja­dal, úti­vist­ar­svæð­ið í Gufu­nesi, Byggða­safn­ið í Hafnar­firði, Kjar­vals­stað­ir og lista­smiðj­an, hella­skoð­un í Arn­ar­keri og sund í Þor­láks­höfn.“ út í Við­ey og dags­ferð til Vest­manna­eyja sem dæmi um skemmti­leg­ar fjöl­skyldu­ferð­ir. „Fjall­göng­ur eru líka eitt­hvað sem gam­an er að stunda með börn og mörg fjöll henta mjög vel fyr­ir þau. Ég hef tek­ið mína drengi með á Esju og er oft mik­ið kapp hjá þeim yngri að kom­ast alla leið upp á topp,“seg­ir Lára.

LEYFA ÍMYNDUNARA­FLINU AÐ RÁÐA FÖR

Þær Lára og Sig­ríð­ur Arna leggja yf­ir­leitt áherslu á að það sé ekki til neitt sem heit­ir vont veð­ur, það þurfi bara að klæð­ast eft­ir veðri enda sé veðr­ið yf­ir­leitt betra þeg­ar út er kom­ið. „Þetta á lík­lega ekki við um und­an­farna mán­uði,“segja þær og hlæja. „Á dög­um þeg­ar það er ófært út úr húsi er um að gera að leyfa ímyndunara­flinu að ráða, að hafa til dæm­is nátt­fata­dag, spila sam­an, fara í nest­is­ferð á stofugólf­inu, gera þrauta­braut eða búa til skugga­mynd­ir. Ann­ars er Klif­ur­hús­ið vin­sælt hjá okk­ar fjöl­skyld­um. Klif­ur er frá­bær hreyf­ing sem reyn­ir á sam­hæf­ingu, jafn­vægi og styrk. Þá klifr­ar mað­ur að sjálf­sögðu með barn­inu og sýn­ir fimi sína. Síð­an eig­um við frá­bær söfn, Þjóð­minja­safn­ið og Sjó­m­inja­safn­ið eru fróð­leg­ir og áhugaverði­r stað­ir fyr­ir fjöl­skyld­ur.“

BÓK Á ENSKU OG UM AKUR­EYRI

Sig­ríð­ur Arna og Lára halda úti heima­síð­unni sam­vera.is og eru virkar á Face­book und­ir heit­inu Úti­vist og af­þrey­ing fyr­ir börn – Reykja­vík og ná­grenni, þar sem þær benda fólki á skemmti­lega staði, við­burði og ann­að sem varð­ar fjöl­skyld­ur. „Við er­um líka með enska bók í far­vatn­inu og draum­ur­inn er að gefa út bók fyr­ir Akur­eyri. Við eig­um til efn­ið en þurf­um að finna tíma til að setja það sam­an.“

MYND/VILHELM

MEÐ BÖRN­UN­UM Sig­ríð­ur Arna Sig­urð­ar­dótt­ir og Lára Guð­rún Sig­urð­ar­dótt­ir segja líf­ið verða svo miklu skemmti­legra þeg­ar for­eldr­ar taka þátt í því sem börn­in gera en standa ekki bara hjá á vakt­inni.

AÐSEND MYND

GRÓTTA Einn af upp­á­halds­stöð­um Sig­ríð­ar Örnu og fjöl­skyldu er Grótta. Þar er margt að skoða og gam­an að vera.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.