LÍT­IL EN FRAMANDLEG

BORG­IN MÍN Halla Helga­dótt­ir á erfitt með að gera upp á milli heims­borga en þó hef­ur ein borg heill­að hana meira en aðr­ar, höf­uð­borg Finn­lands.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Ef ég ætti að velja yrði það Hels­inki. Ég hef kom­ið þang­að nokk­uð oft und­an­far­in ár og Hels­inki er frá­bær borg, vina­leg, frek­ar lít­il, ná­tengd haf­inu, nor­ræn en samt svo­lít­ið framandleg,“seg­ir Halla Helga­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hönn­un­ar­mið­stöðv­ar Ís­lands, þeg­ar hún er spurð hvort hún eigi sér upp­á­halds­borg.

Hún seg­ir íbúa Hels­inki vina­lega þó að þeir haldi ákveð­inni fjar­lægð við gesti.

„Finn­ar eru þægi­leg­ir í við­móti og ein­hvern veg­inn lík­ir okk­ur Ís­lend­ing­um. Alla­vega virð­umst við vera þjóð­ir sem eiga auð­velt með að eiga sam­skipti, hvernig sem stend­ur á því.“

GOTT AÐ BORÐA Í TEURASTAMO-HVERF­INU

„Það eru margir mjög góðir veit­inga­stað­ir og mik­il vakn­ing í Hels­inki eins og víða á Norð­ur­lönd­um. Teurastamo er fyrr­ver­andi iðn­að­ar­hverfi í mik­illi upp­bygg­ingu og þró­un. Þar er mjög skemmti­legt að þvæl­ast um, veit­inga­stað­ir, kaffi­hús og sér­versl­an­ir sem hægt er að mæla með. Þarna fara líka ýms­ir við­burð­ir fram eins og til dæm­is Hels­inki Design Week. Uppá­haldsveit­inga­stað­ur­inn minn heit­ir Ku­urna, lít­ill stað­ur í mið­borg Hels­inki í eigu eins helsta mat­reiðslu­manns Finna, Antto Melas­iniemi. Stað­ur­inn er ein­fald­ur, þjón­ust­an mjög per­sónu­leg og mat­ur­inn al­veg frá­bær.“

SPENNANDI HÖNNUNARVE­RSLANIR

„Ég verð að við­ur­kenna að ég nenni ekki að eyða tím­an­um er­lend­is í að versla. Vel að gera það hér á Íslandi frek­ar. Ég myndi held­ur aldrei treysta mér í al­vöru versl­un­ar­ferð og þoli illa að vera í stór­um versl­un­ar­mið­stöðv­um. En í borg­inni er skemmti­legt svæði, Hels­inki Design District, þar sem eru marg­ar litl­ar og skemmti­leg­ar hönnunarve­rslanir.“

NAUЭSYN­LEGT AÐ SKELLA SÉR Í SAUNA

„Það er auð­vit­að al­veg nauð­syn­legt að fara í sauna þeg­ar mað­ur er í Hels­inki og þá helst Kulttu­uri sauna, sem Tu­om­as Toi­von­en arki­tekt hann­aði og byggði. Ann­ars er skemmti­legt, eins og í flest­um borg­um, að þvæl­ast um og upp­lifa borg­ina. Ná­lægð­in við haf­ið gef­ur ýmsa skemmti­lega mögu­leika á sigl­ing­um og stutt­um túr­um út í eyj­ar eins og Su­omen­l­inna. Með krakka er gam­an að fara í Linnankmäk­i­garð­inn eða í ferð í Múmíndal­inn. Svo er gam­an að skoða söfn eins og Ki­asma, nú­tíma­lista­safn­ið og nýja tón­list­ar­hús­ið. Por­voo er lít­ill bær sem ég á enn eft­ir að heim­sækja en skilst að sé sér­lega fal­leg­ur. Fyr­ir þá sem hafa gam­an af tungu­mál­um má líka skemmta sér við að lesa á götu­skilti og aðr­ar merk­ing­ar. Ég hef mest gam­an af því að eiga er­indi við heima­menn þeg­ar ég er að ferð­ast og kynn­ast menn­ingu hvers stað­ar. Til dæm­is horfi ég alltaf á lókal sjón­varps­stöðv­ar þeg­ar ég ferð­ast til að reyna að kom­ast í sam­band við það sem er að ger­ast. Líka þótt ég skilji ekk­ert í tungu­mál­inu.“

LEIÐ EINS OG INNFÆDDRI

„Þeg­ar mað­ur er í er­lend­um borg­um er oft erfitt að átta sig á stærð­inni. Ég hafði kom­ið nokkr­um sinn­um til Hels­inki vegna vinnu og þekkti nokkra koll­ega í borg­inni. Þeg­ar ég kom með mann­in­um mín­um eitt sinn hitti ég fjóra kunn­ingja fyr­ir til­vilj­un á rölti hér og þar í mið­borg­inni. Það fannst mér magnað og leið strax eins og innfæddri.“

ER „BARA“FRÁ REYKJA­VÍK

„Æsku­slóð­irn­ar mín­ar eru gamli Vest­ur­bær­inn í Reykja­vík. Þeg­ar ég var lít­il fannst mér mjög dauf­legt að þurfa að svara að ég væri „bara“frá Reykja­vík. Þeg­ar mað­ur seg­ir það hér heima á Íslandi er það enn þá svo­lít­ið eins og að eiga hvergi upp­runa.“

VINA­LEG BORG „Hels­inki er frá­bær borg, vina­leg, frek­ar lít­il, ná­tengd haf­inu, nor­ræn en samt svo­lít­ið framandleg.“

MYND/VALLI

HELS­INKI Í UPPÁHALDI „Ég hef mest gam­an af því að eiga er­indi við heima­menn þeg­ar ég er að ferð­ast og kynn­ast menn­ingu hvers stað­ar. Til dæm­is horfi ég alltaf á lókal sjón­varps­stöðv­ar þeg­ar ég ferð­ast til að reyna að kom­ast í sam­band við það sem er að...

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.