KONUNGLEGT BRÚЭKAUP

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Það verð­ur konunglegt brúð­kaup í Sví­þjóð í sum­ar þeg­ar Karl Fil­ipp­us pr­ins og Sofia Hellqvist ganga í það heil­aga. Brúð­kaup­ið fer fram 13. júní í Slott­skyrk­an í Stokkhólmi. Þar sem ekki er um krón­prins­brúð­kaup að ræða er gestalist­inn smærri í snið­um. Boð­skort­in hafa þeg­ar ver­ið send út. Sofia og Karl Fil­ipp­us op­in­ber­uðu trú­lof­un sína í fyrra­sum­ar. Sofia er ekki af kon­ung­leg­um ætt­um, held­ur kom­in af verka­fólki aft­ur í ætt­ir. Hún er upp­al­in í Äl­vda­len í Döl­un­um í Sví­þjóð.

Verð­andi pr­ins­ess­an fædd­ist 6. des­em­ber 1984. Hún er þekkt í Sví­þjóð sem fyr­ir­sæta og að hafa kom­ið fram í raun­veru­leika­þátt­um í sjón­varpi. Par­ið hef­ur ver­ið í sam­bandi frá ár­inu 2010. Pr­ins­inn er fædd­ur 13. maí 1979 og er eini son­ur sænsku kon­ungs­hjón­anna. Það er hins veg­ar eldri syst­ir hans, Vikt­oría, sem erf­ir krún­una. Lög­um þess efn­is var breytt stuttu eft­ir að Karl Fil­ipp­us fædd­ist en áð­ur höfðu að­eins dreng­ir rétt til krún­unn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.