SÆLKERAMAT­UR Í FJÖRUM LANDS­INS

KRÆKLINGAT­ÍNSLA Lands­menn hafa lengi tínt kræk­ling í fjörum lands­ins. Á morg­un verð­ur boð­ið upp á ókeyp­is leið­sögn, tínslu og veit­ing­ar í Hval­firði.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Ámorg­un, laug­ar­dag, halda sæl­ker­ar og ann­að fróð­leiks­fúst fólk upp í Hval­fjörð til að tína kræk­ling. Þessi ár­lega ferð er sam­starf Há­skóla Ís­lands og Ferða­fé­lags Ís­lands sem hófst á ald­araf­mælis­ári skól­ans ár­ið 2011. Það eru þeir Gísli Már Gísla­son, pró­fess­or við Líf- og um­hverf­is­vís­inda­deild Há­skóla Ís­lands, og Hall­dór Pálm­ar Hall­dórs­son, for­stöðu­mað­ur Rann­sókna­set­urs Há­skóla Ís­lands á Suð­ur­nesj­um, sem sjá um skipu­lag ferð­ar­inn­ar í sam­starfi við Ferða­fé­lag barna og leið­beina þátt­tak­end­um og mat­reiða veit­ing­ar úr kræk­lingi.

Gísli Már seg­ir lands­menn lengi hafa tínt kræk­ling í fjörum lands­ins og sem dæmi megi lesa um kræk­lingatínsl­u hér á landi í ferða­bók Eg­gerts Ólafs­son­ar og Bjarna Páls­son­ar sem gef­in var út ár­ið 1772. „Kræklingat­ínsla hef­ur ver­ið vin­sæl hjá sæl­ker­um um langt skeið og núna er kræk­ling­ur rækt­að­ur hér á landi og einnig veidd­ur villt­ur í Hval­firð­in­um og víð­ar um land. Neysla hans er því nokk­ur hér á landi og ekki skemm­ir fyr­ir ef mað­ur tín­ir hann sjálf­ur.“

Kræk­ling­ur finnst nær alls stað­ar kring­um land­ið og er í mest­um þétt­leika þar sem ferskvatns gæt­ir. „Auð­veld­ast er að safna hon­um við árósa og á hörð­um leir­um. Slík­ar fjör­ur eru stærst­ar á Vest­ur­landi, þá að­al­lega í Faxa­flóa og Breiða­firði.“

Þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í kræk­lingatínsl­u þurfa að hafa nokk­ur at­riði í huga að sögn Gísla. „Fyrst og fremst þarf að fylgj­ast með á vef­síðu Ma­tís hvort kræk­ling­ar séu nokk­uð eitr­að­ir á þeim svæð­um sem tínt er á. Ma­tís fylg­ist með þessu á helstu kræk­linga­söfn­un­ar­stöð­um lands­ins. Ann­að er að skrúbba kræk­ling­ana áð­ur en þeir eru eld­að­ir og að­eins að neyta þeirra skelja sem opn­ast. Það tek­ur um þrjár mín­út­ur að sjóða kræk­ling­inn og þá ætti hann að opn­ast.“

Mælt er með því að þátt­tak­end­ur mæti í stíg­vél­um og með rúm­góð ílát und­ir kræk­ling­inn. Vett­ling­ar og góðir gúmmí­hansk­ar koma sér einnig vel í bleyt­unni. Mæt­ing er kl. 10 á morg­un, laug­ar­dag, við Öskju, nátt­úru­fræða­hús Há­skóla Ís­lands. Dag­ur­inn byrj­ar á stuttri fræðslu í Öskju áð­ur en keyrt er upp í Hval­fjörð. Ferð­in tek­ur um þrjár klukku­stund­ir, þátt­taka er ókeyp­is og all­ir eru vel­komn­ir.

MYND/FÍ

TÍNT Í MAT­INN Um 200 manns á öll­um aldri hafa mætt ár­lega og tínt kræk­ling í fjör­unni í Hval­firði með góð­um ár­angri.

MYND/FÍ

LEIÐBEINEN­DUR Gísli Már Gísla­son, ásamt Hall­dóri Pálm­ari Hall­dórs­syni, sér um skipu­lag, fræðslu og mat­reiðslu á kræk­lingi á morg­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.