BÝR Á SKEMMTIFER­ÐASKIPI

Lee Wachtstett­er er 86 ára amma sem seldi hús­ið sitt fyr­ir sjö ár­um og flutti um borð í skemmti­ferða­skip. Skip­ið er heim­ili henn­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Eig­in­mað­ur Lee lést úr krabba­meini fyr­ir 18 ár­um. Þau hjón­in fóru reglu­lega í sigl­ing­ar. Eig­in­mað­ur henn­ar sem starf­aði sem banka­mað­ur og var fjár­fest­ir lagði á það ríka áherslu áð­ur en hann lést að hún héldi áfram að ferð­ast. Lee borg­ar rúm­ar 20 milljón­ir króna á ári fyr­ir bú­setu í skip­inu. Um borð en hún köll­uð Mama Lee og hún nýtur þess að mæta á alla við­burði um borð, dans­ar og skemmt­ir sér. Hún hef­ur kom­ið í marg­ar hafn­ir í mörg­um heims­álf­um á þess­um sjö ár­um. Skip­ið hef­ur siglt til Ástr­al­íu, frá Afríku til Bras­il­íu og Miami. Þá hef­ur hún siglt um Mið­jarð­ar­haf­ið og heim­sótt sögu­fræg­ar borgir.

Um borð á Lee 1.080 ná­granna sem stoppa þó stutt við. Flest­ir þeirra eru Banda­ríkja­menn en skipa­fé­lag­ið sem Lee sigl­ir með heit­ir Crystal Cruises. Lee hef­ur fimmtán sinn­um á æv­inni siglt um­hverf­is jörð­ina. Þeg­ar skip­ið kem­ur til Flórída hitt­ir hún börn sín og barna­börn.

SVÍTAN Her­berg­ið er glæsi­legt og Lee hef­ur öll þæg­indi um borð á með­an hún sigl­ir um heims­ins höf.

GLÆSISKIP Lee býr um borð í skipi frá skipa­fé­lag­inu Crystal Cruises.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.