LINDEX MEÐ EIG­IN SNYRTIVÖRU­LÍNU

LINDEX Á ÍSLANDI KYNNIR Lindex á Íslandi mun auka til muna vöru­úr­val sitt með því að bjóða eig­in snyrtivöru­línu – Lindex Beauty. Lín­an sam­an­stend­ur af fal­leg­um og hag­kvæm­um snyrti- og húð­vör­um sem fram­leidd­ar eru með um­hverf­i­s­væn­um hætti.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Lindex Beauty er skemmti­leg við­bót við vöru­úr­val Lindex sem ætl­að er kon­um sem hafa áhuga á tísku, að sögn In­ger Lundqvist, hönn­un­ar- og inn­kaupa­stjóra fyr­ir Lindex Beauty. „Við­skipta­vin­um okk­ar er um­hug­að um út­lit sitt og sú um­hyggja nær einnig til um­hirðu líkama og and­lits,“seg­ir In­ger sem er stolt af því úr­vali lita og þeim gæð­um sem ein­kenna vör­urn­ar frá Lindex Beauty. „Snyrti­vör­ur setja enda loka­punkt­inn á hvaða kvöld- eða hvers­dagsklæðn­að sem er.“

Snyrti­vöru­lín­an inni­held­ur maskara, augn­blý­anta, augnskugga, farða, púð­ur, hylj­ara, kinna­liti, naglalakk, varaliti og varag­loss.

Húð­vöru­lín­an er um­hverf­i­s­vænn kostur merkt­ur Svan­in­um. Sv­an­ur­inn legg­ur áherslu á að fram­leiðsla og inni­hald var­anna upp­fylli ströngustu kröf­ur með til­liti til efn­is­inni­halds, vatns­notk­un­ar, ork­u­nýt­ing­ar og sóun­ar. Lín­an inni­held­ur sturtusápu, húð­krem, skrúbb, húð­nær­ingu (e. „bo­dy butter“), handsápu og handáburð og allt er þetta fram­leitt með um­hverf­i­s­væn­um hætti.

Til að full­komna heild­ar­mynd­ina mun Lindex Beauty-lín­an einnig inni­halda ým­is áhöld eins og bursta, plokk­ara, farða­hreinsi og bóm­ullar­púða.

Öll Lindex Beautylín­an er fram­leidd eft­ir ströngustu skil­yrð­um reglna ESB, eru of­næm­is­próf­að­ar og ekki próf­að­ar á dýr­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.