ENG­IN FYRIRSTAÐA

DRAUMAFERЭIN Börn þurfa ekki að standa í vegi fyr­ir að fólk kom­ist í drauma­ferð­ina sína þótt draum­ur­inn sé ör­lít­ið villt­ur, börn­in koma bara með.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Það að eiga börn þýð­ir ekki endi­lega að einu frí­in sem hægt er að fara í til út­landa séu tveggja vikna pakka­ferð­ir á dæmi­gerð­ar túrista­sól­ar­strend­ur. Blaða­mað­ur Lo­nely Pla­net tók sam­an óvenju­leg­ar ferðir sem hægt er að fara með börn í.

SAFARÍ

Al­menn skyn­semi ætti að segja fólki að safaríferð­ir séu ekki þær hent­ug­ustu fyr­ir börn með öll­um sín­um löngu keyrsl­um, þörf­inni fyr­ir að kunna að halda í sér og mik­il­vægi þess að geta haft þögn þeg­ar kom­ið er að ljóna­hópi. Svo ekki sé minnst á mögu­leik­ann á því að smit­ast af hita­belt­is­sjúk­dómi í slík­um ferð­um. Þrátt fyr­ir það eru fjöl­skyldu­ferð­ir í boði á vin­sæl­um safa­rí­stöð­um eins og í Ken­ía, Tans­an­íu og Suð­ur-Afríku þar sem ung­ir sem aldn­ir geta fylgst með villtu dýr­un­um á vernd­ar­svæð­um eða í görð­um sem eru laus­ir við hættu­lega sjúk­dóma eins og malaríu. Á sum­um stöð­um er einnig í boði að skilja börn­in eft­ir hjá fóstr­um sem hugsa um þau á með­an full­orðna fólk­ið fer til dæm­is á veið­ar.

BAKPOKAFER­ÐIR

Æ fleiri barna­fjöl­skyld­ur velja að fara í svo­köll­uð bak­poka­ferða­lög. Ferða­lög­in geta ver­ið allt frá því að vera tjaldúti­lega með göngu­ferð­um í þjóð­görð­um í stutt­an tíma til þess að vera heilt ár á ferð og flugi. Þannig fá börn­in tæki­færi til að upp­lifa heiminn á ann­an máta en þau myndu gera í hefð­bundnu tveggja vikna sum­ar­leyfi á sól­ar­strönd. Sú leið gæti jafn­vel ver­ið ódýr­ari ef fólk nýt­ir sér fjöl­skyldu­væn far­fugla­heim­ili.

RÓMANTÍSKA­R STRANDFERЭIR

Nærri mann­laus­ar strend­ur, köf­un í tær­um sjó, mat­ur und­ir stjörnu­himni. Þetta gæti ver­ið upp­skrift að góðri brúð­kaups­ferð en ekki er síðra að vera með allri fjöl­skyld­unni í þess­um að­stæð­um. Full­orðna fólk­ið gæti þá geymt róm­an­tík­ina þar til börn­in eru sofn­uð en dagarnir gætu nýst í upp­lif­an­ir sem fjöl­skyld­an öll minn­ist um ókom­in ár.

BORGARFERЭIR

Margir sjá borgarferð­ir fyr­ir sér sem hina full­komnu ferð fyr­ir full­orðna fólk­ið til að njóta án barna sinna. Þar geta þeir kann­að aðra menn­ing­ar­heima, kynnst fram­andi mat­ar­gerð­arlist og kíkt á næt­ur­líf­ið. Að hafa börn­in með í för breyt­ir upp­lif­un­inni al­gjör­lega en það þarf alls ekki að vera til hins verra. Börn hafa mörg hver gam­an af því að fara á söfn auk þess sem flest­ar borgir hafa græn svæði og garða þar sem börn­in geta hlaup­ið um og leik­ið sér þeg­ar þau verða leið á allri menn­ing­unni. Það er gott ráð ef börn­in eru ung að taka með sér burðar­poka fyr­ir þau í stað­inn fyr­ir að þurfa að ýta kerru á und­an sér í mann­þröng­inni.

SJÁLF­BOÐA­LIЭASTARF

Sjálf­boða­lið­astarf er ekki bara fyr­ir ungt fólk sem er ný­út­skrif­að úr námi. Það get­ur líka ver­ið lær­dóms­ríkt fyr­ir fjöl­skyld­ur. Börn­in þurfa þó að vera orð­in það stór að bæði þau og for­eldr­arn­ir geti gert gagn. Starfið þarf ekki endi­lega að vera í þró­un­ar­lönd­um eða á ein­hverju vernd­ar­svæði sem er langt í burtu, það er hægt að sinna sjálf­boða­lið­a­starfi til dæm­is í Evr­ópu við garða­störf eða við að hreinsa strend­ur.

NORDIC PHOTO/GETTY

SPENNANDI Það er gam­an að upp­lifa nýja og fram­andi hluti með börn­un­um sín­um og minn­ing­arn­ar end­ast lengi.

Í BORG­INNI Að hafa börn­in með í för breyt­ir borg­ar­ferð­inni á marg­an hátt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.