SEF­UR EFT­IR HELGI

ÚTSKRIFTAR­SÝNING LHÍ Níu nem­end­ur út­skrif­ast úr fata­hönn­un frá Lista­há­skóla Ís­lands í ár. Þeir sýna afrakst­ur vinnu sinn­ar í Hörpu í dag.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Tísku­sýn­ing út­skrift­ar­nema í fata­hönn­un við hönn­un­ar- og arki­tekt­úr­deild Lista­há­skóla Ís­lands fer fram í dag klukk­an 17 í Hörpu, Flóa. Þetta er í fyrsta sinn sem tísku­sýn­ing­in fer þar fram. Und­an­farna daga og vik­ur hafa nem­end­ur fata­hönn­un­ar­deild­ar­inn­ar lagt allt kapp á að klára og lít­ið hef­ur ver­ið um svefn.

„Það hef­ur ver­ið stutt milli hlát­urs og gráts, all­ar til­finn­ing­ar ýkt­ar og við er­um bara orð­in eins og litl­ir krakk­ar aft­ur. Það fyrsta sem ég geri eft­ir helg­ina, verð­ur að sofa,“seg­ir Birk­ir Svein­björns­son, einn þeirra sem út­skrif­ast úr fata­hönn­un.

„Þetta er nefni­lega ekki bú­ið í kvöld þeg­ar tísku­sýn­ing­unni lýk­ur því á morg­un verð­ur yf­ir­ferð með próf­dómur­um og svo setj­um við föt­in upp á sýn­ing­unni niðri í Lista­safni Reykja­vík­ur, Hafn­ar­húsi, á Laug­ar­dag þeg­ar útskriftar­sýning Lista­há­skól­ans verð­ur opn­uð. Þar verð­ur hægt að skoða föt­in og horfa á mynd­bönd sem sýna vinnslu verk­anna og mynd­bönd frá tísku­sýn­ing­unni sjálfri,“út­skýr­ir Birk­ir.

Alls út­skrif­ast níu nem­end­ur úr fata­hönn­un og hafa þeir not­að síðasta ár til að vinna loka­verk­efn­ið.

„Öll þessi önn hef­ur snú­ist að mestu leyti um loka­verk­efn­ið en við vor­um byrj­uð að hugsa þetta allt sam­an á síð­ustu önn líka. Finna „mood“til að vinna með og leita að tex­tíl til að vinna úr. Hóp­ur­inn fór með­al ann­ars á hús­stjórn­ar­skól­ann á Blönduósi og lærði að vefa og ým­is­legt fleira,“seg­ir Birk­ir.

Þau sem út­skrif­ast úr fata­hönn­un auk Birk­is eru Andrés Pela­ez, Andri Hrafn Unn­ar­son, Ásrún Ág­ústs- dótt­ir, Elsa Vest­mann Kjart­ans­dótt­ir, Hall­dóra Sif Guð­laugs­dótt­ir, Helga Lára Hall­dórs­dótt­ir, Ingi­björg Ír­is Ás­geirs­dótt­ir og Krist­ín Sunna Sveins­dótt­ir.

Tísku­sýn­ing­in er op­in öll­um og er að­gang­ur ókeyp­is. Her­leg­heit­in hefjast kukk­an 17.

UPP­SKERU­HÁ­TÍÐ Nem­end­ur hafa und­ir­bú­ið loka­verk­efn­ið síð­ustu vik­ur og mán­uði. Afrakst­ur­inn má sjá í Hörpu klukk­an 17.

MYND/VALLI

TILFINNING­ASVEIFLUR Stemn­ing­in hef­ur að sögn Birk­is ver­ið raf­mögn­uð á loka­metr­un­um og stutt milli hlát­urs og gráts.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.