MARY ÓKRÝND TÍSKUDROTT­NING EVR­ÓPU

GLÆSI­LEIKI Mary krón­prins­essa í Dan­mörku vakti mikla at­hygli þeg­ar tengda­móð­ir henn­ar, Mar­grét Dana­drottn­ing, hélt upp á 75 ára af­mæli sitt á dög­un­um. Mary þyk­ir ein­stak­lega glæsi­leg kona og nor­ræn­ir tísku­sér­fræð­ing­ar segja að hún sé hin ókrýnda tísku­drot

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Þær keppa reynd­ar um þann titil Mary krón­prins­essa Dan­merk­ur og Ka­te Middlet­on, her­togaynja af Cambridge. Mary hef­ur það þó fram yf­ir Ka­te að vera fram­ar í röð­inni á leið í há­sæt­ið.

Mary og Frið­rik, krón­prins Dan­merk­ur, hafa ver­ið gift frá ár­inu 2004. Hún er 43 ára göm­ul fjög­urra barna móð­ir, ætt­uð frá Tasman­íu. Frið­rik og Mary eign­uð­ust sitt fyrsta barn, Kristján, ár­ið 2005 og dótt­ur­ina Ísa­bellu ár­ið 2007 en hún var fyrsta stúlku­barn­ið sem fædd­ist í dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unni frá ár­inu 1946. Tvíburarni­r Jós­efína og Vincent fædd­ust ár­ið 2011.

Þeg­ar breska síð­an my­vouchercod­es.co.uk bað les­end­ur sína að velja best klæddu kon­ung­legu kon­una í Evr­ópu ár­ið 2013 varð Mary of­ar á lista en sjálf Ka­te Middlet­on sem er stolt Breta. Mary sinn­ir mörg­um op­in­ber­um at­höfn­un ásamt eig­in­manni sín­um og þyk­ir ávallt vera ein­stak­lega vel til fara og bera sig vel. Hún klæð­ist gjarn­an danskri hönn­un.

Skandi­nav­ísku blöð­in segja að Mary hafi stol­ið sen­unni í af­mæli drottn­ing­ar í glæsi­leg­um síðkjól hönn­uð­um af hinni dönsku Birgit Hall­stein. Hún hef­ur ein­mitt hann­að mik­ið fyr­ir krón­prins­ess­una og tek­ist vel upp. Öll smá­at­riði virð­ast vera full­kom­in þeg­ar krón­prins­ess­an á í hlut. Fyrr um dag­inn hafði hún sýnt sig í glæsi­legri dökk­blárri kápu sem hönn­uð var af Oscar de la Renta. Þá kápu hef­ur Mary áð­ur bor­ið en hún er ófeimin við að nota föt­in sín oft­ar en einu sinni.

Mary þyk­ir hafa drottn­ingar­út­lit, enda Dan­ir stolt­ir af henni. Dan­ir voru ekki jafn­hrifn­ir af því að Hinrik pr­ins, eig­in­mað­ur drottn­ing­ar, mætti ekki í af­mæl­is­fagn­að konu sinn­ar. Hinrik, sem er átt­ræð­ur, var sagð­ur vera með flensu og liggja heima. Tveim­ur dög­um síð­ar var hann flog­inn til Suð­urEvr­ópu og þótti mörg­um það hneyksl­an­legt.

FLOTT HJÓN Mary og Frið­rik koma til af­mæl­is­veislu Mar­grét­ar drottn­ing­ar í Kristjáns­borg­ar­höll. Mary þótti ein­stak­lega glæsi­leg í kjól sem hann­að­ur var að Birgit Hall­stein, þekkt­um dönsk­um hönn­uði.

GLÆSI­LEG Þessi mynd var tek­in af Mary á ný­árs­fagn­aði sem tengda­móð­ir henn­ar hélt í Amalíu­borg­ar­höll. Mary þyk­ir alltaf ein­stak­lega glæsi­leg kona.

AFMÆLISDAG­UR Á af­mæl­is­degi drottn­ing­ar á tröpp­um ráð­húss­ins í Kaup­manna­höfn. Mary kom í vagni þang­að með tengda­móð­ur sinni. Tengdapabb­inn var fjarri góðu gamni.

ÁRHÚS Mary, Frið­rik og börn þeirra, Ísa­bella og Kristján, koma til gala­veislu sem hald­in var í Árós­um til heið­urs drottn­ingu og af­mæli henn­ar fyrr í mán­uð­in­um.

Í SVISS Krón­prins­inn og fjöl­skylda hans í skíða­ferð í Sviss í fe­brú­ar. Tvö eldri börn­in, Ísa­bella og Kristján, og tvíburarni­r, Jósa­fína og Vincent, fædd í janú­ar 2011.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.