VEISLA FRAM UND­AN

HÁ­TÍÐ BARN­ANNA Loka­dag­ar Barna­menn­ing­ar­há­tíð­ar í Reykja­vík eru um helg­ina. Fjöl­breytt dag­skrá er víða um borg og er ókeyp­is inn á alla við­burði.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Barna­menn­ing­ar­há­tíð í Reykja­vík var sett á þriðju­dag­inn og stend­ur yf­ir til sunnu­dags­ins 26. apríl. Mjög fjöl­breytt og viða­mik­il dag­skrá er um helg­ina og óhætt að segja að barna­fjöl­skyld­ur og börn á öll­um aldri geti fund­ið margt við sitt hæfi.

Há­tíð­in var fyrst hald­in ár­ið 2010 og átti upp­haf­lega að vera hald­in ann­að hvert ár. Eft­ir há­tíð­ina ár­ið 2012, sem þótti heppn­ast óvenju­vel, var ákveð­ið að halda hana ár­lega að sögn Hörpu Rut­ar Hilm­ars­dótt­ur og Guð­mund­ar Birg­is Hall­dórs­son­ar, verk­efna­stjóra há­tíð­ar­inn­ar í ár. „Nú er há­tíð­in orð­in ein stærsta há­tíð­in í við­burða­lands­lagi borg­ar­inn­ar. Markmið henn­ar hef­ur alltaf ver­ið að efla menn­ing­ar­starf barna og ung­menna í borg­inni og er há­tíð­in því kær­kom­inn vett­vang­ur fyr­ir menn­ingu barna, menn­ingu með börn­um og menn­ingu fyr­ir börn. Í fyrra mættu rúm­lega 42.000 gest­ir og tæp­lega 11.000 börn komu fram á há­tíð­inni,“seg­ir Harpa.

Barna­menn­ing­ar­há­tíð­in er þátt­töku­há­tíð líkt og Menn­ing­arnótt og Vetrarhátí­ð þar sem stofn­an­ir og ein­stak­ling­ar sem tengj­ast eða ein­fald­lega hafa áhuga á barna­menn­ingu eru hvatt­ir til þátt­töku. „Við­burða­lands­lag há­tíð­ar­inn­ar mót­ast af þátt­tak­end­um henn­ar sem eru með­al ann­ars leik- og grunn­skól­ar, frí­stunda­mið­stöðv­ar, dans-, mynd­list­arog tón­list­ar­skól­ar, menn­ing­ar- og lista­stofn­an­ir, sjálf­stætt starf­andi list­hóp­ar og lista­menn, fé­laga­sam­tök ým­iss kon­ar sem og fjöl­marg­ir aðr­ir. Með því að skoða dag­skrá há­tíð­ar­inn­ar má sjá að barna­menn­ingu er ekk­ert óvið­kom­andi. Hún flétt­ast inn í öll svið sam­fé­lags­ins allt frá list­um til skipu­lags, frá gagn­rýn­inni hugs­un til leikja og (ó)láta,“bæt­ir Guð­mund­ur við. Ókeyp­is er inn á alla við­burði helgar­inn­ar.

EITT­HVAÐ FYR­IR ALLA

Fjöl­breytt dag­skrá er í boði í dag og á morg­un um alla borg að sögn þeirra beggja. „Iðnó verð­ur breytt í æv­in­týra­höll þar sem má finna yf­ir fimm­tíu smiðj­ur og sýn­ing­ar af öll­um stærð­um og gerð­um, með­al ann­ars tón­leika, dans- og leik­sýn­ing­ar og smiðj­ur á borð við legósmiðju, sirk­ussmiðju og brúðu­gerð­arsmiðju.“

Í dag verð­ur fjöl­skyldudisk­ó í Ævin­týra­höll­inni í Iðnó þar sem frænkurn­ar Ragn­heið­ur Eyja Ólafs­dótt­ir (8 ára) og Mar­grét Erla Maack (31 ára) stýra fjöl­skyldudisk­ói. „Þar verð­ur gleð­in svo sann­ar­lega við völd á dans­gólf­inu. Frænkurn­ar munu stýra ým­iss kon­ar dansi, t.d. Bollywood og limbó.“

Brun­inn mikli í Reykja­vík ár­ið 1915 verð­ur við­fangs­efni áhuga­verðr­ar sýn­ing­ar sem hald­in er í Ráðhúsinu í dag. „Þar gefst gest­um kostur á að fræð­ast um at­burði þess­ar­ar ör­laga­ríku næt­ur þeg­ar stór hluti mið­bæj­ar Reykja­vík­ur brann til grunna á einni nóttu. Á sýn­ing­unni verð­ur einnig hægt að sjá gamla muni frá Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins auk þess sem hægt verð­ur að skoða gamla og nýja slökkvi­liðs­bíla við Aust­ur­völl milli klukk­an 13.00 og 17.00.“

Eins og und­an­far­in ár verð­ur loka­há­tíð­in hald­in í Laug­ar­dals­laug á sunnu­degi. „Hún ber heit­ið Bull­umsull en þar munu fjör­ug­ir tón­ar munu flæða um sund­laug­ar­bakk­ana og skemmti­leg­ir gest­ir gleðja unga sem aldna. Of­ur­hug­arn­ir í BMX BROS munu sýna list­ir sín­ar og hægt er að busla í vað­laug­inni, taka salíb­unu í vatns­renni­braut­inni, hring á míní­golf­braut­inni, prufa leik­tæk­in og glíma við kol­krabb­ann!“

Fjöl­marg­ir aðr­ir við­burð­ir verða um helg­ina en dag­skrána má nálg­ast á www.barna­menn­ing­ar­hatid.is. Nýj­ar frétt­ir má einnig finna á Face­book og Twitter (@barna­menn­ing).

MYND/RAGNAR TH. SIG­URÐS­SON

LITAGLEÐI Nem­end­ur hvers grunn­skóla klædd­ust sama lit svo úr varð veisla fyr­ir aug­un.

MYND/RAGNAR TH. SIG­URÐS­SON

FJÖL­BREYTNI Mörg dans­at­riði og danssmiðj­ur eru í boði á há­tíð­inni.

MYND/ERNIR

HÁ­TÍÐ Í BORG Harpa Rut Hilm­ars­dótt­ir og Guð­mund­ur Birg­ir Hall­dórs­son eru verk­efna­stjór­ar Barna­menn­ing­ar­há­tíð­ar­inn­ar í Reykja­vík.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.