HLJÓÐRÆN OG SJÓNRÆN VEISLA

DÚNDURFRÉT­TIR Í ELDBORG Meist­ara­stykki hljóm­sveit­ar­inn­ar Pink Floyd, Wish You Were Here, er fjöru­tíu ára í ár. Í til­efni af tíma­mót­un­um mun hljóm­sveit­in Dúndurfrét­tir taka verk­ið eins og henni einni er lag­ið í Hörpu í kvöld.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Ní­unda plata hljóm­sveit­ar­inn­ar Pink Floyd, Wish You Were Here, er tal­in ein besta plata rokk­sög­unn­ar og hef­ur selst í yf­ir fimmtán millj­ón­um ein­taka. Plat­an kom út á því herr­ans ári 1975 og er því fjöru­tíu ára í ár. Af því til­efni mun hljóm­sveit­in Dúndurfrét­tir halda veg­lega tón­list­ar­veislu í Eld­borg­ar­sal Hörpu í kvöld klukk­an níu og flytja verk­ið í heild sinni ásamt mörg­um bestu lög­um Pink Floyd.

„Þeg­ar við stofn­uð­um Dúndurfrét­tir ár­ið 1995 þá var fyrsta lag­ið sem flutt­um á tón­leik­um ein­mitt fyrsta lag Wish You Were Here, Shine on You Crazy Diamond, þannig að við er­um bún­ir að spila hluta af þessu verki í tutt­ugu ár og því kom­inn tími á að taka það í heild sinni,“seg­ir Matth­ías Matth­ías­son, söngv­ari Dúnd­ur­frétta.

Hann seg­ir Wish You Were Here vera per­sónu­lega og flotta plötu sem fjalli að mörgu leyti um Syd Bar­ret, að­alsprautu hljóm­sveit­ar­inn­ar, en hann hafði hætt í hljóm­sveit­inni nokkr­um ár­um áð­ur vegna and­legra veik­inda. „Lag­ið Shine on You Crazy Diamond er lag annarra hljóm­sveit­ar­með­lima Pink Floyd til Syd Bar­rets. Wish You Were Here er með vin­sælli lög­um rokk­sög­unn­ar og plat­an er tal­in með allra bestu plöt­um rokk­sög­unn­ar. Pink Floyd voru ein­stak­ir í því að gera plöt­ur sem eru heild­stæð verk og þess vegna er svo gam­an að flytja verk­in þeirra í heild.“

EFTIRMINNI­LEGIR OG EPÍSKIR

Wish You Were Here hef­ur hlot­ið ýms­ar við­ur­kenn­ing­ar og er til dæm­is á lista Roll­ing St­one yf­ir 500 bestu plöt­ur allra tíma. Bæði Rich­ard Wright, hljóm­borðs­leik­ari Pink Floyd, og Da­vid Gilmour gít­ar­leik­ari hafa sagt að Wish You Were Here sé upp­á­halds Pink Floyd-plat­an þeirra.

Matti seg­ir tón­leika­gesti í kvöld geta bú­ist við eft­ir­minni­leg­um og epísk­um tón­leik­um. „Við héld­um þessa tón­leika í Hofi fyrst fyr­ir tveim­ur vik­um. Við vor­um smá stress­að­ir yf­ir því að þetta væri ekki allra því við er­um svo­lít­ið að brynna nör­d­un­um. Fyrsta lag­ið er til dæm­is 23 mín­út­ur,“seg­ir hann og hlær.

Dúndurfrét­tir hafa með sér í kvöld þrjár frá­bær­ar bakradda­söng­kon­ur, þær Ölmu Rut, Írisi Hólm og Guð­rúnu Ár­nýju. Eins verða þeir Har­ald­ur V. Svein­björns­son og Stein­ar Sig­urð­ar­son saxó­fón­leik­ari með í för til að gera þessa tón­leika sem flott­asta. Þar sem Wish You Were Here er að­eins um 45 mín­út­ur mun þessi stór­góði tón­list­ar­hóp­ur taka ým­is vel val­in lög og tón­verk eft­ir snill­ing­ana í Pink Floyd fyr­ir hlé. Því má ætla að lög af The Wall, Dark Si­de of the Moon og fleiri plöt­um Pink Floyd muni hljóma í Eldborg í kvöld.

Matti seg­ir að eft­ir hlé verði allt verk­ið Wish You Were Here flutt í heild og svo verði end­að á flug­elda­sýn­ingu í lok­in. „Fólk má bú­ast við að verða vitni að bæði tón­list­ar­legri og sjón­rænni veislu. Við mun­um sýna mynd­bönd all­an tím­ann sem eru bú­in til í kring­um tón­list­ina og skap­ar það auk­in hug­hrif. Pink Floyd voru þekkt­ir fyr­ir mik­il ljósa­sjó, leisera og ví­djó­sýn­ing­ar á tón­leik­um sín­um og við ætl­um að halda í það. Fólk á að geta kom­ið og gjör­sam­lega gleymt sér í tvo og hálf­an klukku­tíma í kvöld. Þetta verða ekki beint stuð­tón­leik­ar en all­ir ættu að geta hrif­ist með, þetta snýst ekki um hvort fólk elsk­ar Pink Floyd held­ur er­um við að búa til heim geðs­hrær­ing­ar, hlát­urs og gráts,“seg­ir Matti.

EFTIRMINNI­LEGT KVÖLD MEÐ MATTA Matti seg­ir alla eiga að geta hrif­ist með á tón­leik­un­um í kvöld, þeir verði al­gjör veisla. Þeir sem vilja sjá og upp­lifa Pink Floyd í flutn­ingi Dúnd­ur­frétta í öllu sínu veldi geta keypt miða á harpa.is og í síma 528 50 50.

WISH YOU WERE HERE Plötu­um­slag meist­ara­stykk­is Pink Floyd, Wish You Were Here, sem er fjöru­tíu ára í ár.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.