HOLLUSTA Í GLUGGA

KRYDDJURTI­R Það er ein­falt að rækta kryddjurti­r heima fyr­ir og þær eru ódýr­ar og bráð­holl­ar. Nú er rétti tími árs­ins til að huga að rækt­un þeirra.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Sam­kvæmt daga­tal­inu er kom­ið sum­ar þótt lands­menn séu ekki endi­lega all­ir til­bún­ir að sam­þykkja það. Þess­ir síð­ustu dag­ar apr­íl­mán­að­ar eru til­vald­ir til að und­ir­búa kryd­d­jurta­rækt­un heima, hvort sem for­rækt­að­ar kryddjurti­r eru not­að­ar eða sáð er fyr­ir þeim. Kryddjurti­r eru bráð­holl­ar, ódýr­ar og hægt að nota á marg­vís­lega vegu í matargerð. Það er líka ein­falt að rækta krydd­plönt­ur heima fyr­ir, að­al­lega þarf að huga að góðri mold, réttri vökvun og góðri birtu að sögn Láru Jóns­dótt­ur garð­yrkju­fræð­ings.

„Þetta er ein­mitt rétti tím­inn til að byrja rækt­un á kryd­d­jurt­um og fleira góð­gæti. Að­stæð­ur fólks eru auð­vit­að mis­mun­andi heima fyr­ir; sum­ir nýta glugga­kist­una, aðr­ir hafa yf­ir­byggð­ar sval­ir eða garðskála sem ým­ist eru upp­hit­að­ir eða kald­ir og gróð­ur­hús­in lifa enn góðu lífi. Þeg­ar kom­ið er fram í miðj­an maí er óhætt að rækta úti í pott­um, ker­um og beð­um.“

Al­geng­ustu kryddjurti­r sem rækt­að­ar eru hér­lend­is að sögn Láru eru stein­selja, basilíka, kórí­and­er, dill, graslauk­ur, rós­marín, timj­an, or­eg­anó og sal­vía svo nokk­ur dæmi séu tek­in.

Lára seg­ir auð­veld­ustu og fljót­virk­ustu leið­ina vera að kaupa kryddjurti­r sem hafa ver­ið for­rækt­að­ar hjá garð­yrkju­stöðv­um og eru seld­ar í garð­vöru­búð­um og mat­vöru­búð­um. „Slík­um for­rækt­uð­um kryd­d­jurt­um þarf að umplanta í stærri potta og í góða gróð­ur­mold. Þær þurfa svo góða birtu sem er nauð­syn­leg, reglu­lega vökvun og bestu hita­skil­yrði eru um 15-20°C. Með góðri birtu á ég við að þær þurfa að vera í glugga og þar sem birt­an er sem mest yf­ir dag­inn.“

MÁ RÆKTA ÚTI

Sáning kryd­d­jurta er líka góður kostur að sögn Láru. „Þá þarf 10-12 cm potta þótt þeir megi vera minni, góða gróð­ur­mold og fræ. Pott­arn­ir eru næst­um fyllt­ir með mold, þjapp­að létt og vökv­að. Næst er 15-30 fræjum sáldr­að á moldina, þau þak­in þunnu lagi af mold og að lok­um er plast, gler eða papp­ír lagð­ur yf­ir með­an fræ­ið er að spíra en það tek­ur á bil­inu 7-21 daga eft­ir teg­und­um.“Fyrst eft­ir sán­ingu er jarð­veg­ur­inn rak­ur og ekki nauð­syn­legt að vökva á hverj­um degi því plast­ið sem breitt er yf­ir held­ur jöfn­um raka. „Þeg­ar fræ­in hafa spír­að er plast­ið tek­ið af og þá þarf að fylgj­ast vel með raka­stigi í mold­inni því smá­plönt­un­ar þola ekki að þorna mjög mik­ið enda er rót­ar­kerf­ið fín­gert og við­kvæmt. Eft­ir sex til átta vik­ur ætti að vera hægt að plokka fyrstu blöð­in til neyslu af jurt­un­um.“Flest­ar vin­sæl­ar kryddjurti­r má rækta úti yf­ir sum­ar­tím­ann hér á landi. „Beð á sól­rík­um stað eða rúm­góð­ir pott­ar á svöl­um eru góðir stað­ir til að rækt­un­ar yf­ir sum­ar­tím­ann. Helsta und­an­tekn­ing­in er þó basilík­an sem er hitakær og því best að rækta inni í glugga allt ár­ið.” Al­geng mis­tök við kryd­d­jurta­rækt­un að henn­ar sögn eru til dæm­is of litl­ir pott­ar, of lít­il birta og að gleyma að vökva. „Einnig þarf að passa ef kryddjurti­r eru rækt­að­ar úti við að það sé ekki of mik­ill næð­ing­ur og rýr jarð­veg­ur.”

MYNDIR/GVA

LÁRA JÓNS­DÓTT­IR Í BLÓMA­VALI „Þetta er ein­mitt rétti tím­inn til að byrja rækt­un á kryd­d­jurt­um,“seg­ir Lára Jóns­dótt­ir garð­yrkju­fræð­ing­ur.

HOLL­AR Kryddjurti­r eru bráð­holl­ar, ódýr­ar og hægt að nota á marg­vís­lega vegu í matargerð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.