YRKIR Í LOPANN

PRJÓNAHÖNN­UN Nýj­ustu peys­ur prjóna­hönnuð­ar­ins Bergrós­ar Kjart­ans­dótt­ur heita Rign­ing og Logn. Bergrós lík­ir peys­un­um sín­um stund­um við ljóð og kveikj­an að Rign­ingu var ein­mitt frægt ljóð Vil­borg­ar Hall­dórs­dótt­ur.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Þeg­ar ég var barn bjó ég á Ísa­firði í gömlu reisu­legu húsi við Hafn­ar­stræti sem var alltaf kall­að græna hús­ið. Á sama tíma bjó Vil­borg Hall­dórs­dótt­ir þar og samdi ljóð­ið „Mér finnst rign­ing­in góð“sem síð­ar var gert ódauð­legt af hljóm­sveit­inni Síð­an skein sól. Þetta fannst mér alltaf af­ar merki­legt og hef sagt þessa sögu oft í gegn­um tíð­ina,“seg­ir Bergrós sem ákvað einn dag­inn að yrkja sitt eig­ið ljóð um rign­ing­una en þó ekki með penn­ann að vopni held­ur prjón­ana. Úr varð peys­an Rign­ing.

Bergrós er af­kasta­mik­ill prjóna­hönn­uð­ur og vann um tíma sem að­al­hönn­uð­ur hjá ÍSTEX við bl­að­ið LOPA. Í dag starfar hún sjálf­stætt og rek­ur vef­versl­un­ina Tíbrá þar sem hún sel­ur upp­skrift­ir sín­ar.

„Lang­flest sem ég bý til hef­ur með ein­hverj­ar sög­ur að gera,“seg­ir Bergrós sem nýt­ir ljóð, frá­sagn­ir, til­finn­ing­ar sem hún hef­ur upp­lif­að og minningar úr æsku í verk sín. „Ég hugsa peys­urn­ar mín­ar oft sem ljóð eða sög­ur og yrki þær beint í lopann. Líkt og með ljóð­in er mað­ur að færa hug­mynd úr höfð­inu nið­ur í ann­að efni sem næsti mað­ur skil­ur,“seg­ir Bergrós sem kem­ur úr ljóð­elskri ætt.

Þeg­ar Bergrós sest nið­ur og prjón­ar hug­mynd­ir sín­ar í lopann þarf hún sjald­an að gera marg­ar til­raun­ir. „Hug­mynd­ir mín­ar eru til­bún­ar í höfð­inu á mér áð­ur en þær fara í gegn­um hend­urn­ar og prjón­ana,“seg­ir Bergrós, sem gengur alltaf með marg­ar hug­mynd­ir í mag­an­um. „Þeg­ar ég kem þeim loks á prjón­ana þá er ég bú­in að móta þær í hug­an­um mjög lengi.“

Bergrós seg­ir al­gengt að eitt verk leiði af sér ann­að. Þannig fædd­ist peys­an Logn í kjöl­far Rign­ing­ar. „Logn­ið hef­ur alltaf haft djúp­stæð og öflug áhrif á mig og ég læt lokk­ast af logni eins og mý­fluga af mykju­skán. Ég ræð mér ekki fyr­ir kæti þeg­ar logn­ið leggst yf­ir. Því logn­ið er ekki bara í loft­inu svíf­andi í kring­um okk­ur, það er í sjón­um líka, ögr­andi og seið­andi sést það spegla sig í leti­leg­um vatns­flet­in­um sem leyf­ir manni að trúa því að æv­in­týri sé að hefjast,“seg­ir Bergrós um þessa flík.

Bergrós tel­ur ekki mjög erfitt að prjóna peys­urn­ar Rign­ingu og Logn. „Þær eru mjög ein­fald­ar fyr­ir ut­an mynstr­ið sem er pínu áskor­un fyr­ir byrj­end­ur,“seg­ir Bergrós, sem reyn­ir þó alltaf að hafa prjóna­kon­una í huga þeg­ar hún hann­ar mynstur. „En mað­ur má ekki vantreysta prjóna­kon­unni og það má al­veg ögra. Ég heyrði til dæm­is af gam­alli konu sem prjón­aði upp­skrift eft­ir mig sem heit­ir Mósaík. Hún var 84 ára göm­ul og sagði að sér hefði fund­ist svo gam­an að prjóna þessu peysu því hún hefði fund­ið það eft­ir á að heila­sell­un­um hefði fjölg­að,“seg­ir Bergrós glað­lega.

RIGN­ING Peys­an Rign­ing er ljóð Bergrós­ar Kjart­ans­dótt­ur sem hún samdi í lopa und­ir áhrif­um frá ljóð­inu „Mér finnst rign­ing­in góð“.

LOGN Logn­ið kom á eft­ir rign­ing­unni og er á svip­uð­um nót­um.

BERGRÓS KJART­ANS­DÓTT­IR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.