HIPPATÍSKA­N SNÝR AFT­UR

BLÓMABÖRN Hippatíska­n er alls­ráð­andi í su­mar­kjól­un­um. Drag­síð­ir, léttir, munstr­að­ir kjól­ar sem voru tákn um frelsi kon­unn­ar á sjö­unda ára­tugn­um. Kjól­arn­ir eru þægi­leg­ir og flott­ir.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Um leið og þess­ir kjól­ar kall­ast hippaleg­ir eru þeir einnig af­ar róm­an­tísk­ir. Bó­hem­tíska er ríkj­andi í sum­ar og horft aft­ur í tím­ann til 1965-1975. Von­andi verð­ur gott sum­ar svo hægt sé að ganga í svona kjól dags­dag­lega. Stutt­ir galla- eða leð­ur­jakk­ar passa vel við kjól­ana. Oft hef­ur ver­ið horft til þessa tíma­bils í sög­unni, enda er ákveð­inn ljómi þar yf­ir. Mús­ík­in var að breyt­ast með til­komu Bítl­anna og unga fólk­ið gerði upp­reisn gegn gam­aldags kerfi. Tísk­an varð frjáls­leg og þæg­ind­in voru höfð í fyr­ir­rúmi. Flest­ar stúlk­ur hættu að ganga í brjósta­höld­um á þess­um tíma, þau þóttu hindra frels­ið.

Hippatíska­n byrj­aði í Banda­ríkj­un­um í byrj­un sjö­unda ára­tug­ar­ins en breidd­ist síð­an út um all­an heim. Lista­menn tóku þess­ari tísku fagn­andi. Orð­ið hippi er dreg­ið af orð­inu hip­ster sem þýð­ir sá sem er leið­andi í tísk­unni. Í borg­inni San Fr­ancisco ruku upp heilu hippa­hverf­in en borg­in var vin­sæl með­al þeirra sem að­hyllt­ust gagn­rýn­in við­horf hipp­anna. Þess­um frjáls­lega lífs­stíl fylgdi því mið­ur tölu­verð fíkni­efna­neysla sem margir fóru flatt á.

Tónleikar eins og The Hum­an Be-In í San Fr­ancisco sumar­ið 1967 lögðu grunn­inn að vin­sæld­um hipp­anna og sömu­leið­is Wood­stock-há­tíð­in 1969. Hippa­menn­ing­in varð áhrifa­mik­il í hvers kon­ar list­sköp­un á þess­um ár­um. Með­al frægra hippa má nefna John Lennon, Bob Dyl­an, Jimi Hendrix, Jan­is Joplin, Jim Morri­son og Frank Zappa.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.