HAFA FENG­IÐ NÓG AF TÚRIST­UM

MARGMENNI Ferða­manna­straum­ur til Barcelona eykst stöð­ugt. Heima­menn hafa feng­ið nóg og nú seg­ir borg­ar­stjór­inn að tak­marka þurfi frek­ari straum ferða­manna, borg­in þoli ekki meira.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Barcelona er ein vin­sæl­asta ferða­manna­perl­an á Spáni og vissu­lega hafa mikl­ar tekj­ur kom­ið frá ferða­mönn­um. Nýr borg­ar­stjóri, Ada Co­lau, er langt í frá eini íbúi borg­ar­inn­ar sem hef­ur feng­ið nóg af stöð­ugri fjölg­un ferða­manna. Heima­menn eru lang­þreytt­ir á troð­fullri borg af túrist­um. Í ný­legu við­tali við spænska bl­að­ið El Pa­is lýs­ir borg­ar­stjór­inn því hvað geti hent þeg­ar ferða­manna­straum­ur­inn er orð­inn ógn­vekj­andi. Ada bend­ir á Fen­eyj­ar sem dæmi um hvað geti gerst ef ferða­manna­straum­ur­inn fer úr bönd­un­um. Ada tel­ur að það þurfi að setja ein­hvers kon­ar tak­mörk á túr­is­mann.

Með­al þess sem hún bend­ir á er að setja bann við frek­ari hót­el­bygg­ing­um og nýj­ar, harð­ari regl­ur á leigu­sala íbúða fyr­ir ferða­menn.

MIK­IL AUKN­ING

Ferða­manna­straum­ur­inn til Barcelona hef­ur auk­ist mik­ið und­an­far­in 20 ár. Reynd­ar hófst hann upp úr Ólymp­íu­leik­un­um ár­ið 1992. Frá ár­inu 2000 hef­ur fjöldi ferða­manna marg­fald­ast og er orð­inn yf­ir 7,5 milljón­ir manna á ári.

Stóri mat­ar­mark­að­ur­inn, La Boqu­er­ia, á Römblunni er vin­sæll stað­ur hjá ferða­mönn­um. Svo mik­ill fjöldi út­lend­inga gengur þar um að íbú­ar í Barcelona kom­ast ekki að til að versla sem skap­ar mik­inn pirr­ing. Flest­ir ferða­menn fara einnig í Gaudi-garð­inn en ný­lega var byrj­að að krefjast að­gangs­eyr­is að hon­um, áð­ur var ókeyp­is að fara í garð­inn. Þá telja heima­menn íbúða­verð orð­ið alltof hátt í borg­inni en margir vilja eiga íbúð þar og leigja til ferða­manna.

FLÝJA BORG­INA

Frá því var greint í breska dag­blað­inu The Tel­egraph að ár­ið 2013 hefði Barcelona sett met í komu ferða­manna þeg­ar þeir náðu 7,5 millj­ón­um. Þar með fóru þeir yf­ir fræg­ar borgir í fjölda ferða­manna. Ár­ið þar á und­an var fjöld­inn 7.440.113 manns. Flest­ir ferða­mann­anna komu frá Banda­ríkj­un­um, Frakklandi, Þýskalandi og Englandi. Þá kem­ur mik­ill fjöldi frá Kína, Norð­ur­lönd­um og Rússlandi.

BESTI TÍM­INN

Barcelona er fal­leg borg og þar er margt að sjá. Besti tím­inn til að heim­sækja Barcelona er sagð­ur vera í maí og júní. Þá er veðr­ið þægi­legra en í mestu sum­ar­hit­un­um. Auk þess hækk­ar verð í borg­inni yf­ir há­sumar­ið. Í ág­úst fara heima­menn í sum­ar­frí og flýja þá borg­ina vegna ágangs ferða­manna. Borg­in býð­ur bæði upp á strand­líf og borg­ar­stemn­ingu sem margir sækj­ast eft­ir.

LA RAMBLA Stund­um er svo mik­il mann­mergð á Römblunni að erfitt er að kom­ast þar áfram.

SAGRADA FAMILIA All­ir ferða­menn sem koma til Barcelona skoða þessa tign­ar­legu og gömlu kirkju sem hef­ur ver­ið lengi í smíð­um.

MYNDIR/GETTY

GAUDI-GARÐURINN Einn af mest spennandi stöð­un­um í Barcelona er Park Güel, eða Gaudi-garðurinn, sem er af­ar fal­leg­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.