TÓNLISTARV­EISLA FRAM UND­AN Á ÁS­BRÚ

Tón­list­ar­há­tíð­in ATP Ice­land hefst á fimmtu­dag og lað­ar að sér fjölda er­lendra gesta. Iggy Pop, Pu­blic Enemy og HAM eru með­al þeirra sem koma fram.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Hin ár­lega tón­list­ar- og menn­ing­ar­há­tíð ATP Ice­land fer fram á Ás­brú dag­ana 2. til 4. júlí. Há­tíð­in lað­ar að sér fjölda er­lendra gesta, auk tón­list­ar­þyrstra Ís­lend­inga, en þar kem­ur fram fjöldi inn­lendra og er­lendra lista­manna. Auk tón­leika­dag­skrár­inn­ar verð­ur fjöl­breytt dag­skrá í boði á há­tíð­inni, þar á með­al kvik­mynda­há­tíð þar sem rokk­ar­arn­ir í Mogwai velja dag­skrána í til­efni 20 ára af­mæl­is sveit­ar­inn­ar.

Boð­ið er upp á tjald­stæði og gist­ingu á svæð­inu auk þess sem rútu­ferð­ir verða dag­lega milli Reykja­vík­ur og Ás­brú­ar fyr­ir þá sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Með­al er­lendra gesta í ár er goð­sögn­in Iggy Pop, skosku gleðipopp­ar­arn­ir í Belle and Sebastian og hin magn­aða og áhrifa­mikla rappsveit Pu­blic Enemy. Auk þeirra spila marg­ar þekkt­ar inn­lend­ar sveit­ir, þar á með­al HAM, Grísalappa­lísa, Ghost­igital og Valdi­mar.

Há­tíð­in var fyrst hald­in ár­ið 2013 en fyrstu tvær há­tíð­irn­ar þóttu tak­ast með ein­dæm­um vel. Með­al frægra er­lendra lista­manna sem kom­ið hafa fram á há­tíð­inni eru Nick Ca­ve & The Bad Seeds og Port­is­head en tónleikar þeirr­ar síð­ar­nefndu þykja með þeim eft­ir­minni­legri sem haldn­ir hafa ver­ið hér­lend­is.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um há­tíð­ina, frétt­ir, myndir og dag­skrá henn­ar má finna á at­p­festi­val. com, á Face­book (ATP Ice­land), á Twitter (@at­pice­land) og á Insta­gram (at­pice­land). Enn er hægt að kaupa miða á midi.is.

GAML­AR HETJUR Rappsveit­in Pu­blic Enemy verð­ur eitt stærsta núm­er­ið á ATP Ice­land í ár.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.