TJÁNING Í FÖRЭUN SKEMMTILEG­UST

BÝR TIL EIG­IN SNYRTI­VÖR­UR Bjar­ney Anna Jó­hann­es­dótt­ir mynd- og tón­list­ar­kona sinn­ir skemmti­legu áhuga­máli í kjall­ar­an­um hjá for­eldr­um sín­um. Þar sýð­ur hún vall­humal í olíu og býr til mýkj­andi varaliti.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Þeg­ar ég fæ áhuga á ein­hverju sökkvi ég mér djúpt nið­ur í hlut­ina. Ég fékk mik­inn áhuga á snyrti­vör­um og fór því að prófa mig áfram í að búa þær til sjálf,“seg­ir Bjar­ney Anna Jó­hann­es­dótt­ir, mynd- og tón­list­ar­kona á Akur­eyri.

Hún seg­ir list­ina á bak við snyrti­vör­ur heill­andi og að förð­un geti ver­ið ann­að og meira en að „gera sig fal­leg­an“.

„Skemmti­leg­ast er að nota liti. Það get­ur ver­ið viss tjáning í því hvernig fólk farð­ar sig og það besta við förð­un er að hægt er að velja að nota hana ekki. Ef snyrti­vör­ur væru nauð­syn væru þær ekk­ert skemmti­leg­ar, tján­ing­in og leik­ur­inn í þessu finnst mér áhuga­verð,“seg­ir Bjar­ney. „Ég hef bú­ið til varaliti og að­eins gert til­raun­ir með augnskugga líka.“

Bjar­ney hef­ur kom­ið sér upp vinnu­að­stöðu í kjall­ar­an­um hjá for­eldr­um sín­um og þar sýð­ur hún upp og bland­ar sam­an ol­í­um, vaxi og litar­efn­um.

„Ég nota ca­stor- og ólífu­olíu. Svo tíni ég vall­humal, hreinsa og þurrka og sýð hann í ólífu­olíu. Vall­hum­all­inn hef­ur græð­andi eig­in­leika, þetta er því blanda af mýkj­andi vara­sal­va og varalit. Lit­ar­efn­in kaupi ég bara á net­inu. Ég keypti mér líka mót til að steypa varalit­inn í og hulst­ur. Það er svo­lít­ið mál að gera þetta svona og vel hægt að kaupa til­bú­inn grunn sem ein­ung­is þarf að bæta litar­efn­inu út í,“seg­ir Bjar­ney. Hún vill hins veg­ar vinna varalit­inn frá grunni og seg­ir að það taki ekki lang­an tíma að blanda lit­inn þeg­ar bú­ið er að sjóða upp vall­humal­inn og blanda grunn­inn.

„Ef ég hef smá fyr­ir­vara get ég bú­ið mér til varalit fyr­ir sér­stakt til­efni. Ég myndi reynd­ar ekki stökkva í að blanda lit­inn eft­ir að ég er kom­in í spari­dress­ið, þetta er dá­lít­ið sóða­legt,“seg­ir hún.

Bjar­ney sinn­ir bæði mynd­list og tónlist und­ir lista­manns­nafn­inu Sockface og gaf út disk­inn Rat Manicure fyr­ir tveim­ur ár­um. Þá setti hún upp sýn­ingu byggða í kring­um lög­in á disk­in­um, bæði á Akur­eyri og í Reykja­vík sama ár.

Nán­ar má for­vitn­ast um Sockface á Face­book.

MYND/AUÐUNN NÍELSSON

ÁHUGA­MÁL Bjar­ney Anna Jó­hann­es­dótt­ir mynd- og tón­list­ar­kona hef­ur mik­inn áhuga á snyrti­vör­um og bland­ar eig­in varaliti. Hún not­ar vall­humal í grunn­inn en hann hef­ur græð­andi eig­in­leika.

LITAGLEÐI Bjar­ney seg­ir list­ina á bak við förð­un heill­andi og að skemmti­leg­ast sé að nota liti. „Tján­ing­in og leik­ur­inn í þessu finnst mér áhuga­verð­ur.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.