SOKKAR ROKKA MEÐ SANDÖLUM

ÞAÐ NÝJ­ASTA Sokkar hafa lengi ver­ið fjarri góðu gamni þeg­ar sól­in læt­ur sjá sig en í sum­ar verð­ur breyt­ing þar á.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Að vera í sokk­um við sandala hef­ur löng­um ver­ið tal­ið hið versta tískuslys. Fag­ursnyrt­ar tær sem skarta fal­legu naglalakki hafa al­mennt þótt eiga miklu meira er­indi út úr fram­hlut­an­um á sandala en þykk­ur og grodda­leg­ur tásaum­ur á státn­um bóm­ull­ar­sokki. En tísk­an læt­ur ekki segja sér fyr­ir verk­um og á sum­ar­tísku­sýn­ing­un­um í ár gengu hnar­reist­ar fyr­ir­sæt­ur ákveðn­um skref­um um palla íklædd­ar sandölum og sokk­um við eins og það væri ekki bara leyfi­legt held­ur bein­lín­is æski­legt. Þetta eru auð­vit­að góð­ar frétt­ir fyr­ir fólk sem býr við ís­lenskt sum­ar­veð­ur­far þar sem allt eins má bú­ast við næt­ur­frosti á sól­stöðu­skemmt­un og ef­laust hlakka margir til fót­hlýrra sum­ars en áð­ur hef­ur þekkst. Mál­ið er þó að sjálf­sögðu ekki svona ein­falt held­ur er að ýmsu að hyggja og ekk­ert unn­ið með því að brjóta regl­ur nema það sé gert á rétt­an hátt. Hér fylgja nokkr­ar hug­mynd­ir og leið­bein­ing­ar um hvernig sokka- og sandala­bland­an kem­ur best út í sum­ar.

ALLT Í STÍL Nú gefst tæki­færi til að láta yf­ir­höfn og tær tal­ast við.

BIRKENSTOC­K ER TÖFF Ri­hanna læt­ur al­veg eft­ir sér að fylgj­ast með tísk­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.